Sími 554 7020

unnid-i-rymisgreind

Forsíðumynd 5

myndin-6.2.13-013

Forsíðumynd 4

okt-12-018

forsíðumynd 3

Mynd-af-leikskolanum

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2
september_2012-053

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Íþróttaálfurinn í heimsókn - 18.6.2014

Föstudaginn 20. júní ætlar foreldrafélagið að bjóða börnum leikskólans upp á aðkeypta skemmtun. Hinn sívinsæli Íþróttaálfur kemur í heimsókn og byrjar skemmtunin kl. 10:00. Við þökkum stjórn foreldrafélagsins fyrir framlagið og vitum að þessi skemmtun mun slá í gegn hjá öllum börnunum.

Samningar hafa tekist - 16.6.2014

Boðuðu verkfalli leikskólakennara sem hefjast átti 19. júní hefur verið aflýst - samningar hafa tekist 

Vinnustöðvun leikskólakennara - 16.6.2014

Kæru foreldrar.

Næstkomandi fimmtudag 19. júní, hefur Félag leikskólakennara boðað til vinnustöðvunar verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Þetta þýðir að allir félagsmenn í Félagi leikskólakennara leggja niður störf og

Íslandsmeistarar í dansi - 16.6.2014

Miðvikudaginn 4. júní sýndi Katrín Ýr á Brekku dans í matsal Núps ásamt dansherranum sínum Adam.

Opið hús - 9.5.2014

Vorhátíð leikskólans Núps var haldin 7. maí 2014 í sumarblíðu. Boðið var upp á svokallað Vorverkstæði, þar sem börn og foreldrum bauðst að skoða og velja sér hinar ýmsu stöðvar. Markmiðið með þessu var að fá foreldra og börn til að vinna að verkefnum saman og eiga góða stund. Ótalmargt skemmtilegt og nýtt var í boði þetta árið. Þar má til dæmis nefna smíðaverkstæði sem sló í gegn, black light herbergi, hljóðfæragerð, listsköpun með trjágreinum, sápukúlur, sippubönd og margt fleira. Starfsmenn Núps settu upp kaffihús í matsal leikskólans þar sem seldar voru vöfflur með öllu tilheyrandi. Kaffihúsið var liður í fjáröflun fyrir spennandi námsferð starfmanna sem fara á næsta vor.

Okkur starfsmönnum fannst takast vel til og vonum að allir hafi skemmt sér jafn vel og við. Vonandi er hægt að gera þetta að árlegum viðburði hér á Núpi.

Takk fyrir góða mætingu.
Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarlokun leikskólans 4.7.2014 - 5.8.2014 13:00

Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa í fjórar vikur. Við lokum kl. 13:00 föstudaginn 4. júlí og opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13:00

 

Fleiri atburðir