Sími 554 7020

Forsíðumynd 10

Forsíðumynd 9

Forsíðumynd 8

forsíðumynd 7

Forsíðumynd 6

Forsíðumynd 5

Forsíðumynd 4

forsíðumynd 3

Mynd-af-leikskolanum

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Áræðandi tilkynning vegna veðurs - 30.11.2015

Við vorum að fá áríðandi tilkynningu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisin sem hljóðar svona:

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun þriðjudag 1. desember bendir til að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla.Skólarnir verða opnir en röskun gæti orðiðá starfi þeirra. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum.Nánari upplýsingar eru á shs.is og á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 

Veður gæti raskað skólastarfi

Um ábyrgð foreldra

Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort barn fari í skóla. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það.Hið sama gildir ef foreld­rar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, svo sem vegna þess að bifreið er vanbúin til vetraraksturs.

Dagskráin í desember - 30.11.2015

Í dag var gengið gegn einelti - 6.11.2015

Það voru spennt leikskólabörn sem biðu fyrir utan Núp í morgun eftir vinum okkar af Dal og Lindaskóla. Krakkarnir í 9.bekk leiddu okkar börn og við fórum yfir á lóð Lindaskóla. Þar tók Jón Pétur danskennari á móti okkur og stýrði skemmtilegum dansi þar sem allir tóku þátt, bæði börn og fullorðnir. Síðan var gengið yfir á Dal og endað hér við Núp. Skemmtilegur morgun sem við áttum.

Starfsáætlun er komin á vefinn - 4.11.2015

Nú er starfsáætlun fyrir skólaárið 2015-2016 komin á vefinn ásamt umsögn foreldraráðs.
Endilega kynnið ykkur hana  /um-skolann/um-nup/starfsaaetlun/

Karladagur 2015 - 30.10.2015

Karladagurinn var haldin hátiðlegur í morgun og var ánægjulegt hversu margir komu og nutu stundarinnar með okkur. Boðið var upp kaffi, djús og kex, börnin sýndu sínum gestum leikskólann og síðan var sungið saman í matsal þar sem virkilega vel var tekið undir.  Takk fyrir komuna. Fréttasafn


Atburðir framundan

Piparkökubakstur 30.11.2015 - 2.12.2015

Í dag hefst piparkökubakstur í Núpi.

 

Jólaleikrit 3.12.2015 9:15 - 9:50

Leikhús í tösku kemur með jólasýninguna Grýla og jólasveinarnir.

 

Piparkökumálun 3.12.2015 16:00 - 17:00

Fimmtudaginn 3. desember verður hin árlega piparkökumálun leikskólans. Hefst stundin kl. 16:00 og lýkur kl. 17:00

 

Meistarar í ferð 14.12.2015 14:00 - 16:00

Meistarar fara í heimsókn í Sívertsenhús í Hafnarfirði og kynnast jólunum í gamla daga.

 

Meistarar í Lindaskóla 15.12.2015 10:00 - 12:00

Meistarar fara í heimsókn í Lindaskóla kl. 10:00-12:00. Fara þau í íþróttir, bekkjarheimsókn og útiveru.

 

Fleiri atburðir