Sími 554 7020

unnid-i-rymisgreind

Forsíðumynd 5

myndin-6.2.13-013

Forsíðumynd 4

okt-12-018

forsíðumynd 3

Mynd-af-leikskolanum

Forsíðumynd 2

Leiktjald 2
september_2012-053

Forsíðumynd 1

Leiktjald


Fréttir og tilkynningar

Litlu jólin. - 19.12.2014

19. desember voru Litlu jól á Núpi. Séra Guðmundur Karl kom og sagði börnunum á eldri deildum sögu og síðan spilaði hann á gítarinn sinn á meðan gengið var kringum jólatréð. Stúfur og Kjötkrókur komu líka og tóku lagið, frömdu töfrabrögð og  færðu börnunum glaðning.

     

 

 

Jólaleikrit. - 18.12.2014

Leikritið Strákurinn sem týndi jólunum var sýnt á Núpi 18. desember á vegum foreldrafélagsins. Á myndunum eru Marteinn, strákurinn sem týndi jólunum, Drekinn sem býr í Drekagötu og kann hvorki að spúa eldi eða fljúga, Gýla sem lætur sig dreyma um jólasúpu með barnabragði og jólaálfurinn sem er mjög ráðagóður þegar kemur að því að kynda undir jólatilhlökkun. Takk fyrir komuna Ingi Hrafn Hilmarsson og Jóel Ingi Sæmundsson í leikhópnum Vinum.

Desember - 15.12.2014

Undirbúiningur jólanna hefur gengið sinn gang með piparkökubakstri, gerð jólagjafa og korta o.fl. Desember er alltaf viðburðaríkur, annasamur og skemmtilegur mánuður en við leggjum jafnframt  áherslu á rólegt og afslappað andrúmsloft. Strax í fyrstu viku desember bökuðu börnin piparkökur ýmist í flæði eða í hópum. Piparkökubakstri lauk með piparkökumálun þar sem foreldrar og systkini komu í leikskólann,máluðu kökurnar og drukku heitt kakó. Fjölmennt var og var dagurinn virkilega vel heppnaður og allir virtust hafa notið stundarinnar.  

Á piparkökumálunardeginum komu börnin með pakka sem afhenir voru mæðrastyksnefnd til úthlutunar. Meistarar fóru með pakkana sem söfnuðust og munu þeir án efa gleðja margt barnið í Kópavogi.

Það sem er framundan í þessari viku er jólaleikrit í boði foreldrafélagsins þann 18. desember. Leikritið heitir Strákurinn sem týndi jólunum og er það leikhópurinn Vinir sem sjá um leikinn ásamt því að semja verkið. Verkið fjallar um ferðalag lítils drengs sem týnt hefur jólagleðinni. Á ferðalagi sínu lendir hann í ýmsum skemmtilegum og spennandi ævintýrum.

Föstudaginn næstkomandi verður síðan Litlu jólin okkar hér í leikskólanum. Guðmundur Karl, prestur í Lindakirkju kemur í sögustund á eldri deildar og segir sögu. Síðan byrjar ballið kl. 10:00 og þar mun Guðmundur Karl spila á gítarinn sinn undir dansi og án efa mun rauðklæddur skemmtikarl líta við og gleðja börnin með söng, sprelli og gjöfum.

Dagana í kring um hátíðinrar verða rólegir og hafa mörg börn verið skráð í frí sem er virkilega gott fyrir þau. Aldrei er of oft kveðið á um hversu mikilvæg samvera foreldra og barna er og þau forréttindi sem börn hafa að geta verið í rólegheitum heima hjá foreldrum sínum á þessum tíma.


 
Piparkökumálun - 26.11.2014

PiparkokukarlFimmtudaginn 4. desember verður hin  árlega piparkökumálun hér í leikskólanum.


Við byrjum klukkan 16:00 og reiknum með að verða að til klukkan 17:00


Við bjóðum upp á kakó og huggulega stund með piparkökuilm og góðum félagsskap.

Boðuðu verkfalli aflýst - 10.11.2014

Á sjöunda tímanum í morgun tókust samningar með Starfsmannafélagi Kópavogs og Kópavavogsbæ þegar deiluaðilar skrifuðu undir kjarasamning. 
Boðuðu verfalli er því aflýst og verður skólahald með eðlilegum hætti í dag.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Aðfangadagur 24.12.2014

Lokað

 

Jóladagur 25.12.2014

Leikskólinn lokaður

 

Annar í jólum 26.12.2014

Leikskólinn lokaður

 

Gamlársdagur 31.12.2014

Leikskólinn lokaður

 

Nýársdagur 1.1.2015

Leikskólinn lokaður

 

Fleiri atburðir