Sími 441-6600 

Starfsreglur foreldraráðs

Starfsreglur foreldraráðs Núps

 

Um foreldraráð

1. gr. Ráðið heitir Foreldraráð Núps

3. gr. Foreldraráð starfar samkvæmt heimild í 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.

Skipun foreldraráðs

4. gr. Stjórn ráðsins er skipuð að minnsta kosti þremur fulltrúum foreldra, leikskólastjóra, einum fulltrúa kennara og einum fulltrúa starfsmanna. Fulltrúar foreldra eru kosnir á aðalfundi foreldrafélags af foreldrum. Fulltrúi kennara er kosinn af kennurum og fulltrúi starfsmanna er kosinn af starfsmönnum.

5. gr. Ráðið er kosið í september og stafar það til eins árs í senn þ.e. frá 1. september til og með 31. ágúst ár hvert.

6. gr. Leikskólastjóri skal kalla ráðið saman til fyrsta fundar fyrir 1. október ár hvert.

7. gr. Formaður og ritari ráðsins eru kosnir á fyrsta fundi ráðsins (formaður skal kosinn úr hópi foreldra). Leitast skal eftir því að í ráðinu séu foreldrar barna frá mismunandi aldursstigum og að minnsta kosti einn fulltrúi haldi áfram næsta ár á eftir til að tryggja samfellu í starfi ráðsins.

8. gr. Foreldraráð ákveður fastan fundartíma annan hvern mánuð á sínum fyrsta fundi. Aukafundir eru haldnir ef þurfa þykir.

9. gr. Ef tveir aðilar innan ráðsins óska eftir aukafundi skal boða til hans innan viku frá beiðni til formanns.

10. gr. Fulltrúar ráðsins og starfsreglur þess skulu kynntar á heimasíðu leikskólans. Ráðið skal halda fundargerðarbók og skulu fundargerðir sendar leikskólastjóra og birtar á  heimasíðu leikskólans.

Verkefni

11. gr. Foreldraráð gefur skriflega umsögn til leikskóla og nefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir er varðar starfsemi leikskólans. Með umsögninni getur foreldraráð sett fram tilllögur um breytingar á skólahaldi og rekstri leikskólans og óskað eftir því að þær verði teknar til umfjöllunar og afgreiðslu.

12. gr. Foreldraráð skal fá upplýsingar um vandamál tengd manneklu og öðrum starfsmannamálum. Jafnframt skal foreldraráð fá upplýsingar um foreldrasamstarf, aðbúnað barna og starfsmanna, stefnu leikskólans, heimasíðu skólans og sérkennslu.

13. gr. Foreldraráð hefur rétt til umsagnar um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi með velferð leikskólabarna að leiðarljósi.

14. gr.  Foreldraráð getur kallað til aðra foreldra eða starfsmenn á fund eða til að vinna ákveðin verkefni eftir þörfum hverju sinni.

Samvinna foreldraráðs og foreldrafélags 

15. gr. Foreldraráð skal starfa í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélags leikskólans og leitast við að tryggja gagnkvæma miðlun upplýsinga. Dagskrár og fundargerðir foreldraráðs skulu sendar foreldrafélagi. Æskilegt er að einn aðili sé bæði kosinn í foreldraráð og stjórn foreldrafélags til að tryggja samstarf þarna á milli. Þess skal gætt að fréttir frá foreldráði fái umfjöllun í fréttabréfum foreldrafélags ef ástæða þykir til.

16. gr. Öllum foreldrum og starfsmönnum leikskólans er frjálst að koma með athugasemdir eða ábendingar um skólahaldið og aðbúnað barna til foreldraráðs.

Trúnaðarskylda

17. gr. Stjórn foreldraráðs er skylt að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar um einstaklinga, nemendur, kennara eða aðra sem þeir verða áskynja um í starfi sínu sem fulltrúar ráðsins. 

Breytingartillögur

18. gr. Breytingar á reglum þessum skulu kynntar fyrir aðalfund foreldrafélags með minnst fimm daga fyrirvara.

19. gr. Sé lögum og reglum um leikskóla eða áætlunum um skólahald ekki framfylgt að mati foreldráðs ber því að tilkynna það til mennta- og menningarmálaráðuneytisins enda hafi ábendingum þess til skólastjóra og/eða skólanefndar ekki verið sinnt.

 

 

Fulltrúar í foreldraráði Núps skólaárið 2011-2012Þetta vefsvæði byggir á Eplica