Meistaradeild 2021

Meistaradeildin var tilraunaverkefni hjá okkursíðasta sumar, tilraunaverkefni með elstu börnin sem endurmat sýndi mikla ánægju með.
Tilgangur Meistaradeildarinnar er að styrkja börnin enn frekar og auka sjálfstæði þeirra og ábyrgðarkennd. Þau ferðast um borg og bý og kynnast ýmsum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er tvær langar ferðir og eina stutta fram að vikunni sem við lokum. Ferðir verða ekki felldar niður vegna veðurs, enda er okkar mottó : það er ekki til neitt vont veður, bara rangur klæðnaður. Ferðirnar eru farnar um kl.10 en morguninn fer í undirbúning, m.a.að fara að hlaðborðinu á morgnana og skammta sér í nestisboxin sín það sem þau ætla að borða í hádeginu., fylla vatnsbrúsa og gera pokana sína tilbúna.


Fréttamynd - Meistaradeild 2021

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn