Snemmtæk íhlutun - mál og læsi

Í gær lauk stórum áfanga hjá okkur hér í Núpi en þá lauk formlega þriggja ára þróunarferli hjá tíu leikskólum Kópavogs með útgáfu á handbókum um ¿Snemmtæka íhlutun, mál og læsi¿.
Kynningu á þróunarverkefninu var streymt fyrir starfsfólk leikskólana og má sjá frétt um þróunarverkefnið og streymið á síðu Kópavogsbæjar https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/snemmtaek-ihlutun-mal-og-laesi-1

Handbókin okkar er komin inn á heimsíðu leikskólans en þess ber að geta að við eigum eftir gera smávægilegar lagfæringar, bæta aðeins við texta og myndum en það verður klárað á næstu dögum og þá samhliða verður handbókin uppfærð.
Handbókin er jafnframt hugsuð sem lifandi plagg og mun því taka breytingum eftir því sem starfið okkar og endurmat á því leiðir okkur.
Við viljum auðvitað að markmiðin í handbókinni séu ekki bara orð á blaði og að þegar markmiði er einu sinni náð er alltaf vinna að halda því þannig ¿¿