Skipulagsdagur

Í dag var skipulagsdagur starfsfólks þar sem unnið var að fjölbreyttum verkefnum. Í upphafi dags fór fram kynning á áætlaðri vinnutímastyttingu starfsmanna, unnið var að skipulagi jólamánaðr og áframhaldandi vetrarstarfi og starfsfólkið fékk kynningu í streymi á lokum þriggja ára þróunarverkefnis sem við höfum verið að taka þátt í um snemmtæka íhlutun í skólastarfi.
Við viljum líka þakka foreldrafélaginu fyrir frábærar veitingar, brauðmeti frá Pure Deli og sætan bita í morgunhressingunni og Kópavogi fyrir hressinguna sem okkur barst í kaffitíma starfsmanna.