Sími 441-6600 

A

A

A og Á textar

A og B

A og B, spott og spé,
grísinn galar uppi´í tré.
Lítil mús til okkar fús
kom og byggði hús.
Lamb í baði, borðar súkkulaði,
hundur jarmar, galar grísinn hátt!
A og B, spott og spé,
grísinn galar upp´í tré.
Hróp og köll um víðan völl,
þá er sagan öll.

 

Aní kúní

Aní, kúní, sjá, vá ní
aní, kúní, sjá, vá ní
Sjá, vá, vá, begga na, tja, na
sjá, vá, vá, begga na, tja, na

 

Afi minn og amma mín.

Afi minn og amma mín
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég flúa.
 
Afi minn og gamma mín ( bull)
Afi minn og amma mín
fóru út að hjóla
Afi datt í drullupoll
og amma fór að spóla.

 

Allar hænur verpa.

:,: Allar hænur verpa:,:
:,: útvarpið verpur ei:,:
segi ég ó nei!
 
:,: Allir hanar gala:,:
:,: vindahaninn galar ei:,:
segi ég ó nei!
 
Dinni, dinni, meló, meló meló, dí.
Þú ert mitt svermerí.
Dinni, dinni, meló, meló meló, dí.
Þú ert mitt svermerí.
 
:,: Allir karlar hlaupa:,:
:,: járnkarlinn heypur ei:,:
segi ég ó nei!
 
:,: Allir hundar gelta:,:
:,: ljóshundar gelta  ei:,:
segi ég ó nei!

Dinni, dinni, meló, meló meló, dí.
Þú ert mitt svermerí.
Dinni, dinni, meló, meló meló, dí.
Þú ert mitt svermerí.

 

Allir krakkar.

Allir karakkar, allir krakkar
eru í skessu leik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma.
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
 
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu,
en ekki út á götu
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
 
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.

 

Allur matur.

Allur matur á að fara
upp í munn og ofan´í maga.
Heyrið það, heyrið það!
Svo ekki gauli garnirnar.

 

Amma og draugarnir.

Hún amma mín gamla
lá úti í gljúfri
dimmt var það gljúfur
og draugalegt mjög.
Viðlag:
En amma mín mælti
og útaf hún hallaði sér.
Ég læt engan svipta mig
svefni í nótt
sama hver draugurinn er.
 
Kom þar ein skotta
með skotthúfu ljóta
tönnum hún gnýsti
og glotti og hló.
Viðlag:
 
Kom þar einn Móri
í mórauðri treyju
ofan sitt höfuð
af hálsinum tók.
Viðlag:
 
Kom þar einn Boli
kenndur við Þorgeir
æstur í skapi
og öskraði hátt.
Viðlag:
 
Loks kom hann afi
Að leita að ömmu
“æ, ertu hér” sagð´ann
“elskan mín góð.”
Viðlag:

 

Aravísur.

Hann Ari er lítill,
hann er átta ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel, eins er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
“Mamma af hverju er himininn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, hví hafa hundarnir hár?”
Bæði pabba og mömmu
og afa  og ömmu
þreytir endalaust spurningasuð:
“Hvar er sólin um nætur?
Hví er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Hví er afi svo feitur?
Hví er eldurinn heitur?
Hví eiga ekki hanarnir egg?”
Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór.
Svo heldur en þegja
þau svara og segja:
“Þú veist það er verðurðu stór!”
Fyrst hik er á svari
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flat
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
“Þið eigið að segja mér satt!”

 

Atti, katti nóa.

Atti, katti nóa.
atti, katti nóa.
emissa demissa
dolla missa dei
setra kolla missa rató
setra kolla missa rató
atti, katti nóa.
atti, katti nóa.
emissa demissa
dolla missa dei.

 

Á barnadaginn.

Sumardaginn fyrsta

var mér gefin kista

styttuband og klútur

mosóttur hrútur.

 

Á sandi

:,: Á sandi byggði heimskur maður hús :,:

og þá kom steypiregn.

:,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx :,:

og húsið á sandinum féll.

 

:,: Á bjargi byggði hygginn maður hús :,:

og þá kom steypiregn.

:,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx :,:

og húsið á bjarginu stóð.

 

Á Sprengisandi.

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,

rennur sól á bak við Arnarfell,

hér á reiki´ er margur óhreinn andinn,

úr því fer að skyggja á jökulsvell.

:,: Drottinn leiði drösulinn minn

drjúgur verður síðasti áfanginn.:,:

 

Þey, þey, þey, þey, þaut í holti tófa,

þurran vill hún blóði væta góm,

eða líka einhver var að hóa,

undarlega digrum karlaróm.

:,: Útilegumenn í Ódáðahraun

eru kannske´ að smala fé á laun.:,:

 

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,

rökkrið er að síga´á Herðubreið.

Álfadrottning er að beisla gandinn,

ekki´ er gott að verða á hennar leið.

:,: Vænsta klárinn vildi´ég gefa til

að vera kominn ofan í Kiðagil.:,:

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica