B
Bokki sat í brunni
Bokki sat í brunni,
hafði blað í munni,
hristi sína hringa,
bað fugl að syngja.
Grágæsamóðir!
ljáðu mér vængi,
svo eg geti flogið
upp til himintungla.
Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja,
þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja.
Þar sitja nunnur,
skafa gulltunnur.
Þar sitja systur,
skafa gullkistur.
Þar sitja kallar,
skafa gulldalla.
Þar sitja englar
og skafa gullteina.
Þar sitja Jónar,
skafa gullprjóna.
Þar sitja sveinar,
skafa gullteina.
Þar sitja Freyjur,
skafa gulltreyjur.
Þar sitja mágar,
skafa gulltágar.
Þar situr faðir minn
og skefur gullhattinn sinn.
Bangsi lúrir
(lag: Allir krakkar)
Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.
Bátasmiðurinn
Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ
Best er að vera bóndakona
Best er að vera bóndakona,
búa með manni duglegum.
Álit mitt það er nú svona
að allt sé fullt af skyrdöllum.
Eyvindur minn með drógina sína,
Guðný mín með börnin sín,
ærnar mínar, kýrnar mínar,
byttan mín og myllan mín.
Eldhúsið mitt, búrið mitt,
baðstofan mín og loftið mitt,
heyin mín, lömbin mín,
Heimaflekkur og Mosa.
Bí, bí og blaka
Bí, bí og blaka
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi,
en samt mun ég vaka.
Bíum, bíum, bamba
börnin litlu ramba
fram á fjallakamba
að leita sér lamba.
Bjarnastaðabeljurnar
Bjarnastaðabeljurnar
þær baula mikið núna.
Þær eru að verða vitlausar
það vantar eina kúna.
Það gerir ekkert til,
það gerir ekkert til,
hún kemur um miðaftans bil.
Betri tíð:
Sumarið er komið -ummmmm
svona' á það að vera....
sólin leikur um mig
algjörlega bera -la, la, la, la, la ..... oooohhhhh
Ég sit hér út' í garði
það sér mig ekki nokkur
ég gleymdi víst að kynna
kallinn minn hann Binna,
það munar sko um minna,
hann er rosakokkur
Bráðum kemur ekki betri tíð
því betri getur tíðin,því betri getur tíðin ekki orðið.
Bráðum kemur ekki betri tíð
þá verður uxahryggjasúpa, nei sveppahalasúpa
nei uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa
sett á borðið, stofu borðið,
a ha, óhó úm, u hu
Veturinn er grimmur, brrrrr
gaf mér fáa kosti,
svo ógurlega dimmur,
með alltof miklu frosti.
En nú er komið sumar
og sólin bræddi hrímið,
en hvað er ég að hugsa,
að fara að far' í spjarir, það er matartími.
Bráðum kemur ekki betri tíð
því betri getur tíðin, því betri getur tíðin ekki orðið.
Bráðum kemur ekki betri tíð
þá verður uxahryggjasúpa, nei sveppahalasúpa
nei uxahryggjahalanegrablómkálssveppasúpa
sett á borðið, stofu borðið,
a ha, óhó úm, u hu
Broslagið
Það er ókeypis að b r o s a
Það er ókeypis að b r o s a
Það er ókeypis að b r o s a
að b r o s a – BROSA
Brunalið, köttur og skógarþröstur
Ba bú ba bú,
brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að sprauta
dss dss dss dss
gerir alla blauta
Mjá, mjá, mjá, mjá,
mjálmar svarta kisa.
Hvert er hún að gara?
Út í skóg að ganga
uss, uss, uss, uss
skógarþröst að fanga.
bí, bí, bí, bí
skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur
uí, uí, uí, uí,
loftin blá hann smýgur.
Bullvísur
Afi minn og amma mín
fóru út að hjóla.
Afi datt í drullupoll
og amma fór að spóla.
Bullulag (líkamspartar)
Það bjó einn karl í tunglinu,
í tunglinu, í tunglinu.
Það bjó einn karl í tunglinu
og hann hét Eikartré.
Augun voru úr kjötbollum,
úr kjötbollum, úr kjötbollum.
Augun voru úr kjötbollum og hann hét Eikartré.
Nefið var úr osti,
úr osti, úr osti.
Nefið var úr osti og hann hét Eikartré
Munnurinn var úr pizzu,
úr pizzu, úr pizzu.
Munnurinn var úr pizzu og hann hét Eikartré.
Hárið var úr hafragraut,
úr hafragraut, úr hafragraut.
Hárið var úr hafragraut og hann hét Eikartré.
(Svo er hægt að bæta við líkamspörtum og skálda úr hverju þeir er
Burtu með fordóma
La la la la ra la
……
Lífið er of stutt
fyrir skammsýni.
Úr vegi skal nú rutt
allri þröngsýni.
Hlustið undireins,
inn við bebebebebebebebebebebe...
beinið erum við eins
og það bobobobobobobobobobo-borgar
sig að brosa.
Burtu með fordóma
og annan eins ósóma.
Verum öll samtaka,
þið verðið að meðtaka.
Þótt ég hafi talgalla,
þá á ekki að uppnefna.
Þetta er engin algebra,
öll erum við eins.
Hey! Hvort sem þú ert stór
eða smávaxinn,
hvort sem þú ert mjór
eða feitlaginn ...
Hlustið undireins,
inn við bebebebebebebebebebebe...
beinið erum við eins
og það bobobobobobobobobobo-borgar
sig að brosa.
Burtu með fordóma
og annan eins ósóma.
Verum öll samtaka,
þið verðið að meðtaka.
Þótt ég hafi talgalla,
þá á ekki að uppnefna.
Þetta er engin algebra,
öll erum við eins.
Babababababababa-
babababababababa ...
Hey!
Burtu með fordóma
o.s.fv.
Byrjunarlag
Ljúfir fagnaðarfundir,
góðan dag og góðar stundir.
Við syngjum allir saman
það er gleði og gaman.