Sími 441-6600 

E

E

E og É

 

Ein ég sit og sauma

Ein ég sit og sauma

inn í litlu húsi

enginn kemur að sjá mig

nema litla músin.

 

Hoppaðu upp

og lokaðu augunum

bentu í austur

bentu í vestur

bentu á þann sem að þér

þykir bestur.

 

Ein stutt ein löng

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng

og flokkur sem spilað'og söng.

 

Penni og gat og fata sem lak

fata sem lak og penni og gat.

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng

og flokkur sem spilað'og söng.

 

Lítill og mjór og feitur og stór

feitur og stór og lítill og mjór.

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng

og flokkur sem spilaði og söng.

 

Einn var að smíða

Einn var að smíða ausutetur

annar hjá honum sat.

Þriðji kom og bætti um betur

hann boraði á hana gat.

Hann boraði á hana eitt

hann boraði á hana tvö

hann boraði á hana þrjú og fjögur

fimm og sex og sjö.

 

Elsku hjartans ástin mín

Elsku hjartans ástin mín,

falleg eru augun þín.

Hallaðu þeim nú aftur,

úr þér er allur kraftur.

Sofðu nú rótt

í alla nótt

:,:því morgundagurinn

kemur skjótt:,:

 

Ég er vinur þinn

Ég er sko vinur þinn

Langbesti vinur þinn

Gangi illa fyrir þér

allt á skjakk og skjön

hvert sem litið er

Þá skaltu muna vísdóms orð frá mér

að ég er vinur þinn.

Já ég er vinur þinn.

 

Ég er sko vinur þinn

Langbesti vinur þinn

Þér leiðist margt

Sama segi ég

já tilveran er ekki alltaf dásamleg

Þá skaltu muna vísdóms orð frá mér

að ég er vinur þinn.

Já ég er vinur þinn.

 

Það eru ýmsir vafalaust

greindari en ég er

Líka stærri en ég

Kannski hjá engum öðrum þá vináttan

jafn innileg á allan veg, já

 

Þó líði ár og öld

mun vináttan enn við völd

Þú færð að finna það drengur minn

að ég er vinur þinn

Já, ég er vinur þinn

langbesti vinur þinn

 

Ég heiti Óli rauði.....

Ég heiti Óli rauði og allir þekkja mig,

því allir jólasveinar nota rautt í föt á sig.

Rauð eru eplin góðu og reyniberin smá

og rauður er hann kjóllinn sem hún Gunna á að fá.

 

Viðlag:

Já við litum og við litum,

við litum stórt og smátt.

Við litum grænt og brúnt og rautt

og gult og fagurblátt.

Já við litum og við litum allt

sem litir geta prýtt.

Og líki' okkur það ekki,

við byrjum upp á nýtt.

 

Ég heiti Stjáni blái og blátt ég lita flest.

Berjaklasa, fjóluvönd og ævintýrahest.

Blá eru líka vötnin og blár er fjörðurinn.

Og bláa litinn notar þú á sjálfan himininn.

 

Viðlag

 

Ég heiti Gústi græni og greni skóga og hey.

Þú getur notað litinn minn, á vetrum sést ég ei.

En þegar vorið kemur, þá kem ég fljótt í ljós,

og klæði grænu engin, tún og blöð á hverri rós.

 

Viðlag

 

Ég heiti Geiri guli' og er gulur eins og sól.

Gulur eins og fífill eða kertaljós um jól.

Og blandaður með rauðu er ég eins og kvöldroðinn

með ósköp litlu bláu eins grænn og skógurinn.

 

Viðlag

 

Ég heyri svo vel

Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,

ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,

ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa,

heyri hárið vaxa,

heyri neglurnar lengjast,

heiyri hjartað slá.

 

Ég langömmu á

Ég langömmu á sem að létt er í lund,

hún leikur á gítar hverja einustu stund.

Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,

jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.

 

Dag einn er kviknað í húsinu var,

og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,

eldurinn logaði um glugga og göng,

sat sú gaml'uppá þaki og spilaði og söng.

 

Ég sé um hestinn

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum hleypa á skeið.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum fara í útreið, reið.

 

Út í myrkrið, meðfram ánni,

framhjá hunangshlöðunni.

Við munum ríða, en sú blíða,

þar til örlar dagsbirtunni.

 

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum hleypa á skeið.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum fara í útreið, reið.

 

Hlustaðu á dýrin en sá söngur

ég hef aldrei heyrt fegurri hljóð.

Þú veist sum dýrin, framleiða söng sinn,

með því að núa fótum af eldmóð.

 

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum hleypa á skeið.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn,

við skulum fara í útreið, reið.

 

Ég ætla að syngja

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja lítið lag.

Hérna eru augun,

hérna eru eyrun,

hérna er “nebbinn" minn

og munnurinn.

 

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja lítið lag.

Hérna er bringan,

hérna er naflinn,

hérna er rassinn minn

og búkurinn.

 

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja lítið lag.

Hérna eru fingurnir

hérna er höndin,

hérna er olnboginn

og handleggurinn.

 

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja

Ég ætl'að syngja lítið lag.

Hérna eru tærnar

hérna er hællinn

hérna er hnéð á mér

og fótleggurinn hér.

 

 

Ég heyri þrumur

Ég heyri þrumur

Ég heyri þrumur

heyrir þú

heyrir þú

droparnir detta

droparnir detta

ég er gegnblautur

ég er gegnblautur

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica