Sími 441-6600 

F

F

Faðir Abraham

 

Faðir Abraham

og hans synir

og hans synir

faðir Abraham.

Og þeir átu kjöt

og þeir drukku öl

og þeir skemmtu sér mjög vel.

 

Hægri hönd (slá í takt)

vinstri hönd

hægri fótur

vinstri fótur

höfuðið með

búkurinn með

(Fyrri vísan endurtekin)

 

Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó

bröndóttur á halanum

með rauða kúlu á maganum.

Vanda, banda,

gættu þinna handa.

Vingur, slingur,

vara þína fingur.

Fetta, bretta

svo skal högg

á hendi (þína) detta.

 

Fatavísur

(lag: Allir krakkar)

Sumarfötin, sumarfötin

setjum inn í skáp.

Geymum þau í vetur

og klæðum okkur betur.

Sumarfötin, sumarfötin

setjum inn í skáp.

 

Þykku fötin, þykku fötin

þykja best í snjó.

Þegar út við þjótum

og karl úr snjó við mótum.

Þykku fötin, þykku fötin

þykja best í snjó.

 

Pollafötin, pollafötin

puðumst við nú í.

Úti regnið bylur

stétt og steina hylur.

Pollafötin, pollafötin

puðumst við nú í.

 

Filli

Filli í fýlu, Filli í fýlu

púki er, púki er.

Hann er að reyna, hann er að reyna

að troða sér í börnin hér.

 

Filli hann brosir, Filli hann brosir,

glaður er, glaður er.

Hann er að reyna, hann er að reyna

að koma sér í börnin hér.

 

Fimm litlir apar

Fimm litlir apar sátu upp' í tré

þeir voru að stríða krókódíl,

þú nærð ekki mér.

Þá kom hann herra krókódíll

hægt og rólega

og ammnammnammnammnammnamm.

Fjórir litlir apar sátu.....

Þrír litlir apar sátu .....

Tveir litlir apar sátu .....

Einn litill api sat .....

Enginn lítill api situr upp í tré

og er að stríða krókódíl,

þú nærð ekki mér.

Þá kom hann herra krókódíll

eins feitur og hann er og

sprakk búúmmm.

 

Fingurnir

Þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Vísifingur, vísifingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Langatöng, langatöng, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Baugfingur, baugfingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Litlifingur, litlifingur, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Vinstri hönd, vinstri hönd, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Hægri hönd, hægri hönd, hvar ert þú?

Hér er ég, hér er ég.

Góðan daginn, daginn, daginn.

 

Fingurnir

Einn lítill,

tveir litlir,

þrír litlir fingur,

fjórir litlir,

fimm litlir

sex litlir fingur,

sjö litlir,

átta litlir,

níu litlir fingur,

tíu litlir fingur á höndum.

 

Tíu litlir,

níu litlir,

átta litlir fingur,

sjö litlir,

sex litlir,

fimm litlir fingur,

fjóri litlir,

þrír litlir, tveir litlir

einn lítill fingur á höndum.

 

Fiskarnir tveir

Hafiði heyrt söguna um fiskana tvo,

sem ævi sína enduðu í netinu svo.

Þeir syntu og syntu og synt'útum allt

en mamma þeirra sagði “vatnið er kalt".

 

Baba – búbú – baba – bú

baba – búbú – baba – bú

þeir syntu og syntu og syntu um allt,

en mamma þeirra sagði “vatnið er kalt"

 

Annar hét Gunnar og hinn hét Geir

þeir voru pínulitlir báðir tveir.

þeir syntu og syntu og syntu um allt

en mamma þeirra sagði “vatnið er kalt"

 

Baba – búbú – baba – bú

baba – búbú – baba – bú

þeir syntu og syntu og syntu um allt,

en mamma þeirra sagði “vatnið er kalt"

 

Fílaleiðangur

Einn fíll lagði af stað í leiðangur,

lipur var ei hans fótgangur.

Takturinn fannst honum heldur tómlegur,

svo hann tók sér einn til viðbótar.

Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur,

lipur var ei þeirra fótgangur.

Takturinn fannst þeim heldur tómlegur,

svo þeir tóku sér einn til viðbótar.

 

Þrír fílar o.s.frv.

 

Fram, fram, fylking

Fram, fram fylking,

forðum okkur háska frá,

því ræningjar oss vilja ráðast á.

Sýnum nú hug, djörfung og dug.n,

Vaki, vaki, vaskir menn,

voða ber að höndum.

Sá er okkar síðast fer,

sveipast hörðum böndum.

 

Frost er úti

Frost er úti fuglinn minn

ég finn hvað þér er kalt.

Nærðu eng'í nefið þitt

því nú er frosið allt.

En ef þú bíður augnablik

ég ætl'að flýta mér

Og biðja hana mömmu mína

um mylsnu handa þér.

Furðuverk

Ég á augu, ég á eyru,
ég á lítið skrýtið nef.
Ég á augnabrúnir og augnalok
sem lokast er ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.

Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær.
Tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið og ég get hlaupið,
kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.

Því ég er furðuverk, algjört furðuverk
sem að guð bjó til.
Ég er furðuverk, algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.

 

Fylgd

Komdu litli ljúfur,

labbi pabba stúfur,

látum draumsins dúfur

dvelja inni um sinn,

-heiður er himininn.

Blærinn faðmar bæinn,

býður út í daginn

Komdu kalli minn.

 

Göngum upp með ánni

inn hjá mosaflánni,

fram með gljúfragjánni

gegn um móans lyng,

-heyrirðu hvað ég syng

líkt og lambamóðir

leiti á fornar slóðir

innst í hlíðahring

 

Fyrst á réttunni

Fyrst á réttunni

svo á röngunni.

Tjú, tjú,trallalla.

(Sungið tvisvar)Þetta vefsvæði byggir á Eplica