Sími 441-6600 

G

G

 

Góða mamma

Góða mamma gefðu mér

góða mjólk að drekka.

Ég skal vera aftur þér

elsku barnið þekka

 

Farðu að skammta mamma mín

mér er kalt á tánum

Askur, diskur, ausan þín

eru á drykkjarsánum

 

Gráðug kerling

Gráðug kerling

hitaði sér velling

og borðaði namm, namm, namm

síðan sjálf jamm, jamm, jamm

af honum heilan helling.

Svangur karlinn

varð alveg dolfallinn

og starði svo sko, sko, sko,

heilan dag oh, ho, ho

ofan í tóman dallinn.

 

Guttavísur

Sögu vil ég segja stutta,

sem að ég hef nýskeð frétt.

Reyndar þekkið þið hann Gutta,

það er alveg rétt.

Óþekkur er ætið anginn sá,

út um bæinn stekkur hann

og hoppar til og frá.

Mömmu sinni unir aldrei hjá

eða gegnir pabba sínum.

Nei, nei, það er frá.

Allan daginn út um bæinn

eilíf heyrast köll í þeim:

Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,

Gutti komdu heim

 

Gæsamamma

Gæsamamma gekk af stað

með gæsabörnin smáu.

Niðr'á tún hún ætlaði

að eta grösin lágu,

þá kom krummi “krá, krá, krá"

kolsvartur í framan.

Hann eta vildi unga smá

og ekki var það gaman.

 

Gæsin hvæsti: “Farðu frá,

þú færð ei unga mína."

Og undir vængjum vafði smá

veslingana sína.

En krummi krunkar: “Kerli mín,

ég kroppa þig í stélið

og síðan bít ég börnin þín

og bryt þau öll í mélið."

 

Þennan býsna ljóta leik.

Lobba sá og undur

var hún fljót að koma á kreik

með kjaftinn glenntan sundur.

Svarta krumma óð hún að

og ætlaði að bíta,

þá fljótur krummi flaug af stað

því fjarska reið var “títa".

 

Þá varð mamma gæsa glöð

og góð við sína krakka,

sagði: “Við skulum hó, hæ, hröð

henni Lobbu þakka.

Þú hefur líka lið mér léð

þó lítil sé það borgun,

skaltu eta okkur með

okkar graut á morgun."

 

Göngum, göngum...

Göngum, göngum, göngum upp í gilið,

gljúfrabúann til að sjá.

Þar á klettasyllu svarti krummi

sínum börnum liggur hjá.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica