Sími 441-6600 

H

H

Hakuna matata

Hakuna matata  hve þau orð eru sönn

Hakuna matata  þau standast tímans tönn

Óþarfa áhyggjur eru þurrkaðar út

Gleymum sorg og sút og sinnisgrút

 

Hakuna matata!

Tökum Mumma til dæmis....

jú þegar villisvín var hann ungt!

 

Þegar villisvín var ég ungt!

Ekki afleitt.

Takk fyrir það, já.

Hann var fúll í rassi, það var feimnismál.

Þannig flæmdist frá honum sérhver sál

Ég hef viðkvæma lund þótt leðrið sé seigt

og leið fyrir það var hjá mér sveigt

 

Ó en sú skömm!

Hann skammaðist sín!

Ég vil skipta um nafn

En hvað er nafn

Já kvölin var römm

Hve mörg hundruð grömm?

Þegar þarf ég að....

Nei, nei, ekki svo krakkarnir heyri.

Fyrirgefðu!

 

Hakuna matata – hve þau orð eru sönn

Hakuna matata – þau standast tímans tönn

Óþarfa áhyggjur eru þurrkaðar út

já syngdu það drengur

Gleymum sorg og sút

og sinnisgrút

Hakuna matata

Halli

Haldið ekk' að Halli kom'á grúfunni

á heljarstökki fram af einni þúfunni.

Hann fór það bara fínt

en hélt hann hefði týnt

gleraugunum, höfðin'eða húfunni 

Hann Frímann fór á engjar

Hann Frímann fór á engjar,

einn fagran sumardag.

Hann var þar furðu lengi,

húrra, húrra, húrra.

Hann tíndi líka rósir

hann tíndi líka ber

hann tíndi líka liljur

í safnið handa sér.

Hann Frímann hann breiðir

út faðminn sinn fríða

og biður að dansa við

unnustu sína.

Hæ falla titti ralla

hæ falla titti ralla

og sjáiði hve fjörugt

þau fara af stað.

og sjáiði hve fjörugt

þau fara af stað.

Haust

Fölnar víðir, fellur lauf

frost að hlíðum sverfur,

blómaprýði drúpir dauf,

deyr og síðast hverfur.

Hann Tumi fer á fætur

Hann Tumi fer á fætur

við fyrsta hanagal

að sitja yfir ánum

lengst inni í Fagradal.

 

Hann lætur hugann líða

svo langt um dal og fjöll,

því kóngur vill hann verða

í voða stórri höll.

 

Og Snati hans er hirðfífl

og hrútur ráðgjafinn.

Og samalahóll er höllin.

- En hvar er drotningin?

Höfundur ljóðs: Freysteinn Gunnarsson

Haustvísa

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær

þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.

Blöðin grænu hafa visnað, orðin gul og rauð.

Ef ég horfi miklu lengur verður hríslan auð.

 

Nú er ís á vatni sem var autt í gær.

Yfir landið hélugráum ljóma slær.

Ég brýt heilann um það – segðu mér hvað heldur þú?

Kemur haustið fyrst á morgun? Er það komið nú?

 

Nú er grettin jörðin eins og gamalt skar.

Sjást nú gráar hærur þar sem grasið var.

Yfir fyrrum gróna bala liggja frosin spor.

Ég verð kuldatíð að þola þar til kemur vor.

Heyrði ég í hamrinum

Heyrði ég í hamrinum

hátt var þar látið

og sárt var þar grátið.

Búkonan dillaði

börnunum öllum:

Ingunni, Kyngunni,

Jórunni, Þórunni,

Ísunni, Dísunni,

Einkunni, Steinkunni,

Sölkunni, Völkunni,

Siggunni, Viggunni,

Aðalvarði í Ormagarði,

Eiríki og Sveini.

Þetta kváðu stúlkurnar í steini.

Hér búálfur á bænum er

Hér búálfur á bænum er á bjálkalofti

í dimmunni,

hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

Hann stappar fótum, hoppar hátt

og haframjölið étur hrátt.

Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

Hóký póký

Við setjum hægri höndina inn,

við setjum hægri höndina út,

inn, út, inn, út

og hristum hana til.

 

Við gerum hóký póký

og snúum okkur í hring

þetta er allt og sumt.

 

Ó hóký, hóký, póký.

Ó hóký, hóký, póký.

Ó hóký, hóký, póký.

Þetta er allt og sumt.

 

(Sungið eins um vinstri hönd, hægri fót, vinstri fót, hægri mjöðm, vinstri mj

öðm). 

Hreyfa – frjósa

Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,
hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot!
(tær, tungur, nebba, augu, hendur, fætur o.s.frv.)

Hreppstjórinn snarpi

Hreppstjórinn snarpi

hleypir á Jarpi.

Frúin sat á Bleik,

hún var svo spengileg og keik.

Á eftir kom Rósa

á honum Mósa.

Síðast sá ég prest

sitja haltan hest.

En hann litli Sveinn

söðul á ei neinn,

í lágum vagni lestina rekur.

En hann litli Sveinn

söðul á ei neinn,

í lágum vagni lestina rekur.

Hún amma mín það sagði mér

Hún amma mín það sagði mér: "Um sólarlagsbil

á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.

Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.

Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,

í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin."

 

Hún trúði þessu hún amma mín, ég efaði ei það,

að allt það væri rétt, er hún sagði um þann stað.

Ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til.

Ég lék mér ei þar nærri um sólarlagsbil.

Ég þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin.

Húsdýrin

Nú skal syngja um kýrnar

sem baula hátt í kór.

Þær gefa okkur mjólkina

svo öll við verðum stór.

Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk

Bö, bö, bö,......

 

Nú skal syngja um hænsnin

sem gagga endalaust.

Þau gefa okkur eggin

svo öll við verðum hraust.

Egg, egg, egg, egg, egg

ga, ga, gó, .....

 

Nú skal syngja um lömbin

sem jarma sætt og blítt.

Þau gefa okkur ullina

svo okkur verði hlýtt.

Ull, ull, ull, ull, ull

me, me, me, ....

Húsmóðir veit hvað það er

Húsmóðir veit hvað það er

að temja þennan barnaher

þegar einn vill þetta, vill annar hitt

og allir vilja þeir sitt.

Þegar einn dettur ofan í poll

og annar hrindir öllu um koll,

sá þriðji vill pylsur,

sá fjórði vill kók,

sá fimmti er með rifna brók.

Hvert sem lukkan leiðir mig

Hvert sem lukkan leiðir mig

lífs á hálum brautum.

Alltaf mun ég elska þig

eins í sælu og þrautum.

Hvar er “Linda”?

(lag:  Meistari Jakob)

Hvar er ___________?
Hvar er ___________?
Stattu upp, stattu upp!
Komdu sæl og blessuð,
komdu sæl og blessuð!
Sestu nú, sestu nú!

Höfuð, herðar, hné og tær

Höfuð, herðar, hné og tær,

hné og tær.

Höfuð, herðar, hné og tær,

hné og tær.

Augu, eyru, munnur og nef

höfuð, herðar, hné og tær,

hné og tær.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica