Sími 441-6600 

I

I

Indíánalagið

Einn og tveir og þrír indíánar

fjórir fimm og sex indíánar

sjö og átta og níu indíánar

tíu indíánar í skóginum.

   Allir voru með byssu og boga

allir voru með byssu og boga

allir voru svo kátir og glaðir

þeir ætluðu að veiða björninn.

   Uss, þarna heyrðist eitthvað braka

uss, þarna heyrðust fuglar kvaka

fram kom stóri og grimmi björninn

þá hlupu þeir heim til sín.

Þá hlupu:

Einn og tveir og þrír indíánar

fjórir fimm og sex indíánar

sjö og átta og níu indíánar

en einn indíáninn varð eftir.

   Hann var ekki hræddur við stóra björninn

Bang, hann skaut og hitti björninn,

svo tók hann af honum allan haminn

og hélt aftur heim til sín.

Þá komu:

Einn og tveir og þrír indíánar

fjórir fimm og sex indíánar

sjö og átta og níu indíánar

allir að skoða björninn

Í grænni lautu

Í grænni lautu

þar geymi ég hringinn,

sem mér var gefinn

og hvar er hann nú?

Sem mér var gefinn

og hvar er hann nú?

Í Hlíðarendakoti

Fyrr var oft í koti kátt

krakkar léku saman.

Þar var löngum hlegið hátt

hent að mörgu gaman

Úti um stéttar urðu þar

einatt skrýtnar sögur,

þegar saman safnast var

sumarkvöldin fögur.

 

Eins við brugðum okkur þá

oft á milli bæja

til að kankast eitthvað á,

eða til að hlæja.

Margt eitt kvöld og margan dag

máttum við í næði

æfa saman eitthvert lag

eða syngja kvæði.

 

Bænum mínum heima hjá

Hlíðar brekkum undir

er svo margt að minnast á

margar glaðar stundir.

Því vill hvarfla hugurinn

heillavinir góðir,

heim í gamla hópinn minn,

heim á fornar slóðir.

 

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman

þar leika allir saman

leika úti og inni

og allir eru með.

 

Að hnoða leir og lita

þú ættir bara að vita

hvað allir eru duglegir

í leikskólanum hér.

 

Í rigningu ég syng

Í rigningu ég syng.

Í rigningu ég syng.

Það er stórkostlegt veður,

mér líður svo vel.

Armar fram og armar að.

Tjuttitja tjuttitja, tjutti tja tja.

 

Lýsing: lagið endurtekið og lið 1-6 bætt við

Beygja hné

Rassinn út

Inn með tær

Hakan upp

Út með tungu.

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica