Sími 441-6600 

M

M

Maja maríuhæna.

 

(Mariehönen Evigglad)

D          A

Maja maríuhæna

        D

fór í gönguferð væna

      G              D

Hún rakst þar á hann Sigga Fel

     A          D

Sem svaf í sinni sniglaskel.

 

Svo kom rok og steypiregn

og Maja blotnaði í gegn.

"Kæri Siggi, hleyp mér inn

í sniglaskeljakuðunginn."

 

"Já, gakktu í bæinn, Maja kær

svo þorni þínar blautu tær.

Stofan mín er þröng og mjó

en alveg laus við regn og snjó.

 

Þá sátu Maja og Siggi hér

alla nótt og skemmtu sér.

Þau urðu vinir eins og skot

og giftust svo um áramót.

 

Mamma borgar

Á kaupmanninn rétt við búðarborðið

svo brosfögur horfði Stína:

"Ég ætlaði bara að kaupa klæði

í kjól á brúðuna mína."

 

"Og hvaða lit viltu, ljúfan" sagði hann

"í kjól á brúðuna þína?"

"Hvað, auðvitað rauðan, ósköp rauðan."

Með ákafa svaraði Stína.

 

Hann brosandi fór og klippti klæðið.

"Hvað kostar það?" spurði Stína..

"Einn koss," hann svaraði, "kostar klæðið

í kjól á brúðuna þína."

 

Í búðinni glumdi við gleðihlátur,

er glaðlega svaraði Stína:

"Hún mamma kemur í bæinn bráðum

og borgar skuldina mína."

 

Margt þarf að gera á morgnana

Margt þarf að gera á morgnana,

á morgnana, á morgnana.

Margt þarf að gera á morgnana

margt sem ekki má gleyma.

 

Þannig er best að þvo um hönd

og þvo má enginn gleyma.

Þannig er best að þurrka um hönd

og þurrka má enginn gleyma.

 

Þannig er gott að greiða hár

og greiða má enginn gleyma.

Þannig er berst að bursta tönn

og bursta má enginn gleyma.

 

Þannig er kátt að klappa í takt

og klappa má enginn gleyma.

Þannig er best að ganga í röð

og ganga má enginn gleyma.

 

Þannig er létt að hoppa í hóp

og hoppa má enginn gleyma.


Marsbúa cha cha cha

 

Marsbúarnir þeir lentu í gær,
þeir komu á diski með ljósin skær.
þeir reyndu að kenna mér smá rokk og ska,
en það besta var samt cha cha cha.

Þeir eru gulir, með hvítar tær, 
og kunna dansana frá því í gær.
þeir elska perur og banana
en samt elska þeir mest cha cha cah.

Og þeir keyra um sólkerfið kátir
og koma við þar sem þeirra er þörf.
Þeir eru báðir kúl og eftirlátir
og kenna okkur góð og gagnleg störf.
Til dæmis að drekka súkkulaði, borga gamlar skuldir, slappa af í baði og allt.

Marsbúarnir þeir hafa stæl,
þeir geta dansað bæði á tá og hæl.
þeir kunna rúmbu og smá samba
en samt kunna þeir best cha cha cha.


Og þeir keyra um sólkerfið kátir
og koma við þar sem þeirra er þörf.
þeir eru báðir kúl og eftirlátir
og kenna okkur góð og gagnleg störf.
Til dæmis að drekka súkkulaði,
borga gamlar skuldir, 

slappa af í baði og allt.


Með sól í hjarta

Með sól í hjarta og söng á vörum

við setjumst niður í grænni laut.

Í lágu kjarri við kveikjum eldinn

og kakó hitum og eldum graut.

 

Meistari Jakob

Íslenska

:,: Meistari Jakob:,:

:,: sefur þú?:,:

:,: Hvað slær klukkan?:,:

:,: Hún slær þrjú.:,:

Enska

:,: Are you sleeping:,:

:,: brother John?:,:

:,: Morning bells are ringing,:,:

:,: ding, dang, dong!:,:

Finnska

:,: Jaakko kulta,:,:

:,: heraa jo!:,:

:,: Kellojasi soita:,:

:,: pim, pam, pom.:,:

Indíánamál

:,: Foain Jako:,:

:,: nisbetja!:,:

:,: Timbatire linso.:,:

:,: Tom peng pung!:,:

Þýska

:,: Meister Jakob,:,:

:,: schlafst du noch?:,:

:,: Hörst du nicht die Glochen?"

:,: Ding, ding, dong.:,:

Franska

:,: Frére Jacques,:,:

:,: dormez-vous?:,:

:,: Sonnez les matines,:,:

:,: din, din, don!:,:

Sænska

:,: Broder Jakob,:,:

:,: sover du?:,:

:,: Ring til ottesangen,:,:

:,: bing, bang, bang!:,:

Danska

:,: Mester Jakob,:,:

:,: sover du?:,:

:,: Hörer du ej klokken?:,:

:,: bim, bam, bum!:,:

Færeyska

:,: Sov ei longur!:,:

:,: Bróðir Jón!:,:

:,: Morgunklokkur ringja.:,:

:,: Ding, ding, dong!:,:

 

Mikki frændi

Rétt við ruslabing

ryðgað dót í kring

brotið gler

og beyglað pjátur

Mikki frændi minn

malinn fyllir sinn

Við það gerist karlinn kátur

Lífið hljóðlátt aldrei er

þar sem aldinn Mikki fer

gamla fötu fann og nú hamrar hann

botninn eins og best hann kann.

 

Flytur fagran óð

fuglahjörðin góð

yfir hauginn

holt og grundir

einnig út á sjó

allt í steríó.

Mikki rámur raular undir

lífið hljóðlátt aldrei er

þar sem aldinn Mikki fer

gamla fötu fann og nú hamrar hann

botninn eins og best hann kann.Þetta vefsvæði byggir á Eplica