Sími 441-6600 

S

S

 

Sá ég spóa

Sá ég spóa

suður í flóa

syngur lóa

út í móa.

 

Bí, bí, bí, bí,

vorið er komið víst á ný.

 

Sex litlar endur

Sex litlar endur þekki ég

fimm eru mjóar en ein er sver.

Ein þeirra vappar og sperrir stél

fremst í flokki og segir kvakk,

kvakk, kvakk.

 

Niður að sjónum vilja þær

vagga, vibbe, vabbe, vibbe, vabbe

til og frá

 

Ein þeirra vappar og sperrir stél

fremst í flokki og segir kvakk,

kvakk, kvakk

Segir kvakk, kvakk, kvakk.

 

Sig bældi refur

Sig bældi refur und bjarkarrót

út við móinn, út við móinn.

Og hérinn stökk þar með hraðan fót

yfir móinn, yfir móinn.

Og geislum stafar á bjarkarblöð,

því blessuð sólin hún skín svo glöð,

yfir móinn, yfir móinn. Tra lallalala.


Skýin

Við skýin felum ekki sólina af illgirni.
Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin sjáum ykkur hlaupa, úúúúps, í rokinu
klædd gulum, rauðum, grænum, 
bláum regnkápum.
Eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá, bara grá.
Á morgun kemur sólin,
hvar verðum við skýin þá?
Hvar þá, hvar þá, hvar þá, hvar þá,
hvar þá, hvar þá, hvar verðum við skýin þá?


 

Sláðu og sláðu

Sláðu og sláðu með einum hamri,

sláðu og sláðu með einum hamri,

sláðu og sláðu með einum hamri,

sláðu í allan dag.

 

Sláðu og sláðu með tveimur hömrum...

Sláðu og sláðu með þremur hömrum....

Sláðu og sláðu með fjórum hömrum ....

 

Stafrófið

A, b, c, d, e, f, g,

eftir kemur h, í, k,

l, m, n, o einnig p,

ætla ég q þar standi hjá.

 

R, s, t, u, v, eru þar næst,

x, y, z, þ, æ, ö.

Allt stafrófið er svo læst

í erindin þessi lítil tvö.

 

Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,

upp og niður, upp og niður,

stóra brúin fer upp og niður,

allan daginn!

 

Bílarnir aka yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Bílarnir aka yfir brúna,

allan daginn!

 

Skipin sigla undir brúna,

undir brúna, undir brúna.

Skipin sigla undir brúna,

allan daginn!

 

Flugvélar fljúga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Flugvélar fljúga yfir brúna,

allan daginn!

 

Fiskarnir synda undir brúna,

undir brúna, undir brúna.

Fiskarnir synda undir brúna,

allan daginn!

 

Börnin ganga yfir brúna,

yfir brúna, yfir brúna.

Börnin ganga yfir brúna,

allan daginn!

 

Strætisvagninn

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring.

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

út um allan bæinn.

 

Dyrnar á strætó opnast út og inn,

út og inn, út og inn.

Dyrnar á strætó opnast út og inn,

út um allan bæinn.

 

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

kling, kling, kling, kling, kling, kling.

Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

út um allan bæinn.

 

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

bla. bla, bla, bla, bla, bla

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

út um allan bæinn.

 

Krakkarnir í strætó segja uhuhu,

uhuhu uhuhu

Krakkarnir í strætó segja uhuhu,

út um allan bæinn.

 

Bílstjórinn í strætó segir shh, shh, shh,

shh, shh, shh, shh, shh, shh

Bílstjórinn í strætó segir shh, shh, shh,

út um allan bæinn

 

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

út um allan bæinn.

 

Leiklýsing: Herma eftir hreyfingum hjóla með annarri hendinni. Herma eftir

hvernig dyr opnast. Herma eftir hljóði peninga er þeir lenda í kassanum með þ

ví að smella fingrum eða slá með tveimur fingrum í lófa. Höndum haldið vi

ð gagnauga og þóst gráta. Vísifingri brugðið á munninn eins og þegar sussað

er á einhvern. Herma eftir hreyfingu hjóla með annarri hendinni.

 

Stökur

Klappa saman lófunum

reka féð úr móunum

tölta á eftir tófunum

tína egg frá spóunum.

 

Við hann afa vertu góð

virtu þína ömmu

kysstu hann pabba kindin rjóð

klappaðu henni mömmu.

 

Komdu nú að kveðast á

kappinn, ef þú þorir.

Gerðu vel við þessa þrjá.

Það eru landar vorir.

 

Komdu nú að kveðast á

kappinn, ef þú getur.

Láttu ganga ljóðaskrá

ljóst í allan vetur.

 

Við skulum róa sjóinn á

að sækja okkur ýsu.

En ef hann krummi kemur þá

köllum við á hana Dísu.

 

Buxur, vesti, brók og skó.

bætta sokka nýta,

húfutetur, hálsklút þó,

háleistana hvíta.

 

Allt fram streymir endalaust,

ár og dagar líða.

Nú er komið hrímkalt haust,

horfin sumarblíða.

 

Kötturinn skjóti kom í nótt

og klóraði mig í framan

vasaði ótt með vélið mjótt,

var það ekki gaman.

 

Sigga litla systir mín,

situr úti í götu

er að mjólka ána sín

í ofurlitla fötu.

 

Fuglinn segir bí, bí, bí

bí, bí, segir Stína.

Kveldúlfur er kominn í

kerlinguna mína.

 

Kristín litla komdu hér

með kalda fingur þína.

Ég skal bráðum bjóða þér

báða lófa mína.

 

Afi minn og amma mín

út' á Bakka búa.

Þau eru bæði sæt og fín

og þangað vil ég flúa.

 

Fljúga hvítu fiðrildin

fyrir utan glugga

þarna siglir einhver inn

ofurlítil dugga.

 

Sumarlag

Það er komið sumar,

við höldum upp í sveit.

Allir eru í bílnum,

ég ekkert betra veit

en fara upp í fjöllin,

með nesti og nýja skó

Leggjast þar í næði

og finna náttúrunnar ró.

 

Svangir sveinar

:,:Við eru svangir sveinar

á leiðinni í mat:,:

Við setjumst og borðum

namminamm, namminamm

Við setjumst og borðum

namminamminamm

Og við skulum fá stóra vömb

stóra vömb, stóra vömb....

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica