T
Trolli tröll
Hátt upp á fjalli þar búa þrjú tröll
tröllapabbi
tröllamamma
og litli Trolli tröll.
Böööö (mjög hátt og sterklega) segir pabbi tröll.
Bööööö (venjulega) segir mamma tröll.
En hann litli Trolli tröll hann segir bara böööööö (hvísla)
Tveir kettir
Tveir kettir sátu upp'á skáp.
Kritte vitte vitt bomm bomm.
Og eftir mikið gón og gláp,
kritte vitte vitt bomm bomm.
Þá sagði annar: "Kæri minn,
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm,
við skulum skoða gólfdúkinn"
kritte vitte vitt bomm bomm
Og litlu síðar sagði hann:
kritte vitte vitt bomm bomm
komdu aftur upp á ísskápinn.
kritte vitte vitt bomm bomm
En í því glas eitt valt um koll
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm
og gerði á gólfið mjólkurpoll,
kritte vitte vitt bomm bomm.
Þá sagði fyrri kötturinn:
kritte vitte vitt bomm bomm
Æ, heyrðu kæri vinur minn
kritte vitte vitt bomm bomm
við skulum hoppa niðr'á gólf
kritte vitte vitte vitte vitt bomm bomm
og lepja mjólk til klukkan tólf,
kritte vitte vitt bomm bomm.
Tvö skref til hægri
Tvö skref til hægri
og tvö skref til vinstri.
Beygja arma, rétta arma,
klappi, klappi, klapp.
Hálfan hægri hring,
hálfan vinstri hring.
Hné og magi, brjóst og enni.
klappi, klappi, klapp.