Sími 441-6600 

U

U og Ú

Umferðarvísur

(lag: Allir krakkar)

Rauði karlinn, rauði karlinn

kallar til þín hér.

Hann biður þig að bíða

best er því að hlýða.

 

Stans hann segir, stans hann segir

stans og gættu að þér.

Græna karlinn, græna karlinn

krakkar þekkja flest.

 

Göngumerki gefur

gát á öllu hefur.

Yfir götu, öll við göngum

glöð í einni lest.

 

Upp á fjall

Upp, upp, upp á fjall

upp á fjallsins brún.

Niður, niður, niður, niður

alveg nið'rá tún.

 

Upp á grænum

Upp á grænum, grænum himinháum hól

sá ég hérahjónin ganga.

Hann með trommu bombombomborombombom

hún með fiðlu sér við vanga.

 

Þá læddist að þeim ljótur byssukarl,

sem miðaði í hvelli.

En hann hitti bara trommuna sem small,

og þau hlup'og héldu velli.

 

Leiklýsing:

Börnin teikna hól með höndunum

Þumalfingur við eyrun, hinir fingurnir vinka aðeins, hermt eftir eyrum hérans

Hermt að leikið sé á stóra trommu

Hermt að leikið sé á fiðlu

Læðst á tám, leika ljótan byssukarl

Leikið að byssu sé miðað

Armar færðir hægt út til hliðar og á orðinu “small er lófum klappað saman

einu sinni.

Hlaupið á staðnum og klappað á lær um leið.

 

Út um mó

Út um mó, inn í skóg

upp í hlíð í grænni tó.

Litlu berin lyngi vaxa á

tína, tína, tína má.

 

Tína þá berjablá

börn í lautum til og frá.

Litlu berin lyngi vaxa á

tína tína tína má.

 

Úti um mela og móa

Úti' um mela og móa

syngur mjúkrödduð loa

og frá sporléttum spóa

heyrist sprellfjörugt lag.

 

Viðlag:

holdría holdríó

holdría holdríó gú gú

holdíó holdría

holdríó gúgú,

holdríó holdría

holdríó gú gú

holdríó holdría hó

 

Út um strendur og stalla

hlakkar stór veiðibjalla.

Heyrið ómana alla

yfir flóa og fjörð.

Viðlag

 

Hérna' er krían á kreiki,

þarna' er krummi á reiki.

Börnin léttstíg í leiki

fara líka í dag.

Viðlag

 

Hljóma lögin við látum,

hæfir lífglöðum skátum,

rómi kveða með kátum

hérna kringum vorn eld.

Viðlag

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica