Sími 441-6600 

V

V

 

Vertu til

Vertu til er vorið kallar á þig.

vertu til að leggja hönd á plóg.

Komdu út, því að sólskinið vill sjá þig

:,:sveifla haka og rækta nýjan skóg.:,: hey!

 

Við erum söngvasveinar

Við erum söngvasveinar

á leiðinni út í lönd.

Við erum söngvasveinar

á leiðinni út í lönd.

Við leikum á flautu,

skógarhorn og skógarhorn.

Við leikum á flautu,

fiðlu og skógarhorn.

Og við skulum dansa hoppsasa...

 

Við erum ung

Texti: Þórhallur Einarsson

Lag: Þýskt

Við erum ung, við okkur lífið brosir,

ef eldri kynslóð veitir okkur lið

:,: að byggja á grunni góðvildar og friðar

og glæða von hins smáa, sigrum við:,:

 

Við æskjum mannlífs, menntunar og starfa,

svo megi öllum veitast umbun sú

:,: að vita gott af lífi sínu leiða

og landið gera betra' en það er nú:,:

 

Við erum vinir

(lag: Meistari Jakob)

:,: Við erum vinir, :,:

:,: ég og þú. :,:

:,: Við leikum okkur saman.:,:

:,: Bim, bam, búm:,:

 

Við klöppum öll í einu

Við klöppum öll í einu.

Við klöppum öll í einu.

Við klöppum öll í einu,

það líkar okkur best.

Leiklýsing: Allir syngja lagið og klappa taktinn. Svo má bæta við erindum,

næst má t.d. stappa, síðan hoppa o.s.frv.

 

Vinur minn

Það er skemmtilegast að leika sér

þegar allir eru með.

Í stórum hóp'inn um hlátrasköll

geta ævintýrin skeð.

Svo vertu velkominn!

Nýi vinur minn.

Það er skemmtilegast að leika sér

þegar allir eru með.

 

Það er ótrúlegt hverju lítið bros

fengið getur breytt.

Getur glatt og huggað jafnvel þá

sem við þekkjum ekki neitt.

Svo vertu velkominn!

Nýi vinur minn.

Það er ótrúlegt hverju lítið bros

fengið getur breytt

Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica