Sími 441-6600 

Fréttir

Jólaball

17.12.2015

Í dag var jólaballið okkar haldið. Séra Guðmundur Karl kom og sagði elstu tveimur árgöngunum sögu og sungin voru nokkur jólalög. Að því loknu var jólaballið. Tveir hressir jólasveinar, þeir Gluggagægir og Kertasníkir, komu í heimsókn,  dönsuðu, sungu og sprelluðu með okkur ásamt Gumma Kalla sem lék á gítarinn. Síðan fóru sveinarnir inn á allar deildar með glaðning frá foreldrafélaginu. 
Þeir voru sannarlega hressir og kátir, annar var búin að týna jólasveinajakkanum sínum og beltinu sínu auk þess sem þeir buðu krökkunum salernispappír að gjöf. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða viðbrögð þeir fengu við því :-)  
Áður en þeir kvöddu laumuðu þeir félagarnir svo í eldhúsið þar sem lyktin var svo lokkandi.  Þar laumuðu þeir sér í hangikétið hjá Ingigerði og Yueping. Þetta vefsvæði byggir á Eplica