Sími 441-6600 

Fréttir

Þorrablót

1.2.2016


Aldeilis skemmtilegur dagur í dag. Í morgun var samsöngur þar sem allar deildir hittust í salnum og sungu saman þorralög. Síðan var sagan Þorrablót eftir Sigrúnu Eldjárn um Kugg, Málfríði og mömmu hennar lesin. Þetta var nokkurs konar bókabíó þar sem sagan var lesin og myndunum úr sögunni varpað upp á vegg á meðan. í hádeginu var svo íslenskur þorramatur að þjóðlegum sið, börnin smökkuðu t.d. hákarl, súra sviðasultu, hrútspunga, harðfisk ásamt hangikjöti með öllu tilheyrandi. Þau báru í tilefni dagsins þorrahatta sem þau höfðu útbúið að deildum.  Hér koma nokkrar myndir frá blótinu.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica