Sími 441-6600 

Fréttir

Lestrarátak hefst !

Núpur

7.4.2016

Dagana 12.apríl – 12. maí verður lestarátak í Núpi sem  er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og leikskólans. Tilgangur átaksins er að auka bóklestur heima sem og í leikskólanum enda sýna rannsóknir að gæðalestur með börnum stuðlar að auknum orðaforða, hlustunarskilningi og styður við framfarir í málþroska. Hugmyndin er að  foreldrar lesi bækur heima með börnunum og börnin fái svo tækifæri til að segja frá bókinni í samverustund.  Í leikskólanum verður útbúin bókalest, ein á eldri gangi, ein á yngri gangi og ein inni á Lundi. Þær munu hanga uppi  á ganginum fyrir framan deildarnar og svo  ein inni á Lundi.
Hugmyndin er að börnin bæti við lestina „vögnum“ sem á er skráð hvaða bók þau lásu heima með foreldrum og fái svo tækifæri til að segja hinum börnunum frá í samverustundum. Þannig fá þau möguleika á að æfa frásagnir og sem eru ásamt upprifjun á lesnu efni mjög mikilvægur hlekkur í undirbúningi fyrir lestrarnám. Við munum fá bókakassa lánaða frá Bókasafni Kópavogs sem verða hér í leikskólanum. Úr þeim geta börn og foreldrar sótt sér bækur og fengið lánað heim til að eiga möguleika á vönduðu og fjölbreyttara  lesefni sem er mögulega nýtt og spennandi.  Átakinu lýkur svo á Opnu húsi þar sem börnin fá bókagjöf frá foreldrafélaginu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica