Sími 441-6600 

Fréttir

Opið hús er í dag 

Núpur

12.5.2016

Hið árlega opna hús Núps verður haldið í dag kl. 15:30-17:00. Í Núpi er hefð fyrir því að opna húsið sé þátttökumiðað og að foreldrar fái að kynnast því sem börnin eru að gera í daglegu starfi. Fyrirkomulagið verður í formi flæðis  en á svæðunum er lögð áhersla á vinnu með ólíkar greindir.
Þar fá foreldrar og börn tækifæri til að upplifa saman, stöðvavinnu í flæði. Einnig verða verk barna til sýnis.

Lestrarátaki foreldrafélagsins og leikskólans lýkur formlega og afhending bók verður inni á Lundi.

Eftirfarandi svæði verða í boði:
Á Höfða verður Dagný Björk danskennari með dans en hún mun láta 3-4 dansa rúlla sem börnin hafa verið að læra og geta foreldrar komið og dansað með sínum börnum.
Á Lundi setjum við upp black light herbergi 
Í Sal verða trönur þar sem foreldrar og börn mála saman myndir
Á Hvammi verður unnið með verðlaust efni
Á Þúfu verður Blær kynntur og hugmyndafræði vináttuverkefnisins
Á Útisvæði verður smiðaverkstæði og krítar
Í Matsal verður kaffihús þar sem hægt verður að kaupa vöfflur með sultu og rjóma og kaffi/djús. Ágóði vöfflusölunnar rennur í  endurmenntunarsjóð starfsmanna.
Verðið verður það sama og í fyrra
                1 vaffla og drykkur = 500
                2 vöfflur og drykkir = 800
                Hver vaffla umfram 2 kostar 100 kr. 
Ekki er posi á staðnum svo þeir sem ætla að kaupa veitingar þurfa að hafa með sér pening.Þetta vefsvæði byggir á Eplica