Sími 441-6600 

Fréttir

Sumarsólstöðuhátíð Núps og Dals

22.6.2017

Sólstöðuhátíð Núps og Dals var haldin í gær 21. júní í frekar risjóttu veðri. Eins og venja er fara börnin í skrúðgöngu frá Núpi í efri undirgöngin undir Fífuhvammsveg en þar hittast leikskólarnir, syngja saman og fyrir hvert annað. Eftir það fór allur hópurinn saman í Dal þar sem við horfðum á Leikhópinn Lottu og borðuðum pylsur á eftir. Vegna veðurs var ekki hægt að halda dagskrá. Venjulega grillum við og borðum úti en vegna ausandi rigningar voru pylsurnar soðnar og við borðuðum þær inni í leikskólanum Dal. Engu að síður var þetta fínn dagur og börnin skemmtu sér vel.Þetta vefsvæði byggir á Eplica