Sími 441-6600 

Fréttir

Snemmtæk íhlutun - þróunarverkefni  með sérstaka áherslu á málþroska og undirbúning fyrir lestur

Núpur

2.11.2017

Í vetur verða fjórir leikskólar í Kópavogi þátttakendur í þessu þróunarverkefni. Verkefnastjóri er  Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingur og tengiliðir í Núpi er Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Sunna Einarsdóttir sérkennslustjóri. Unnið verður eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun með áherslu á hámarksárangur allra nemenda hvað varðar málþroska og læsi. Meðal þess sem unnið verður að er Handbók leikskóla sem m.a. inniheldur verkferla sem snúa að einstaklingsáætlunum, samstarfi við heilsugæslu,  íhlutun í málörvun og læsi, móttökuáætlanir fyrir tvítyngd börn, samstarf við foreldra, skráningar á mati og fleira. Þetta vefsvæði byggir á Eplica