Sími 441-6600 

Fréttir

Haustið farið af stað

5.9.2018

Nú er aðlögun komin vel af stað og síðustu aðlögunarhóparnir koma inn í næstu viku. Aðlögun hefur gengið vel og gaman að kynnast öllum nýju börnunum og foreldrum þeirra. 
Við kvöddum Sigurlínu í síðustu viku sem fór í ársleyfi frá störfum, þær Eygló og Kolbrún sem voru hér í vetur eru farnar í háskólann, Aníta í fæðingarorlof og sumarstarfsfólkið okkar farið til sinna verkefna. 

Nokkrir nýir starfsmenn eru komnir til starfa hjá okkur og eru myndir af flestum þeirra komnar í fataklefana. Endilega verið dugleg að skoða það því við erum með nokkra nýja í afleysingu sem fara á milli deild. Freyja Sól og Rakel Ósk verða áfram í skilastöðum, koma seinni parta og eru fram að lokun. Sree er nýr starfsmaður í 100% starfi og verður í afleysingu í húsinu fyrri hluta dags en inn á Brekku frá kl.14. Silka er nýr skilastarfsmaður og verður hér þrjá daga í viku. 
Hrafnhildur og Sandra eru báðar nýjar í 100% starfi og Sigrún Anna leikskólskólakennari er nýr starfsmaður á Brekku. 
Við erum enn að raða haustinu og bíðum eftir síðustu stundatöflum þeirra starfsmanna sem eru í skóla.
Við erum spennt fyrir komandi vetri og hlökkum til :-)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica