Aðlögun

Markmið í aðlögun er:

  • að foreldri/foreldrar þekki þá sem koma til með að taka á móti barninu og rati á deild þess 
  • að foreldri/foreldrar kynnist starfsemi leikskólans.
  • að barnið kynnist leikskólanum og starfsmönnum á rólegan og öruggan hátt með stuðningi foreldra sinna.
Aðlögun yngri barna

Dagur 1: Barn og foreldri mæta í leikskólann kl: 9:00 og eru í leikskólanum fram yfir hádegismat sem þau borða saman.

Dagur 2: Barn og foreldri mæta kl: 9:00 og eru saman fram yfir hvíld – foreldri fer með barninu í hvíld og það vaknar í leikskólanum og sér foreldri sitt.

Dagur 3: Barn og foreldri mæta kl: 9:00 og eru saman fram yfir drekkutíma.

Dagur 4: Barn og foreldri mæta á vistunartíma barnsins. Foreldri kveður barnið og fer. Einstaka barn þarf aðeins lengri aðlögunartíma, – það er einstaklingsbundið og starfsfólk og foreldrar meta hvort þess þurfi.


Aðlögun eldri barna

Er með svipuðu sniði og fyrir yngri börnin en foreldrar eru minna með börnunum þar sem þau hafa í flestum tilfellum verið á leikskóla annarstaðar þegar þau koma til okkar. Aðlögun þeirra er sniðin að barninu hverju sinni