Öll börn og foreldrar þeirra eiga rétt á aðgengi að samþættri þjónustu við hæfi – þjónustu sem tekur mið af þörfum barnsins og styður við velferð þess. Markmiðið með samþættri þjónustu er að tryggja heildarsýn og samfellu í þjónustu, þar sem velferð barnsins er í forgrunni.
Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns byggir á virku samstarfi ólíkra þjónustukerfa og hefur það að markmiði að styðja börn og fjölskyldur þeirra á árangursríkan hátt, án hindrana.
Hverju barni og fjölskyldu þess skal standa til boða tengiliður í þjónustu við farsæld barns, eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er að veita upplýsingar, aðstoða og styðja fjölskyldur við að sækja þá þjónustu sem best hentar, í samræmi við óskir og aðstæður hverju sinni. Tengiliður vinnur náið með foreldrum og eftir atvikum barninu sjálfu, og tryggir að stuðningurinn sé samfelldur, samræmdur og aðgengilegur.
Foreldrar og/eða börn geta sjálf haft samband við tengilið, eða sent beiðni í gegnum Þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Frekari upplýsingar um þjónustu við börn í Kópavogi og farsæld þeirra má finna á vef Kópavogsbæjar: Farsæld barna | Kópavogur og á heimasíðu barna og fjölskyldustofu Barna- og fjölskyldustofa
Tengiliðir samþættrar þjónustu í Núpi eru Eva Björk Ómarsdóttir og ísabella María Markan sérkennslustjórar leikskólans.
evab@kopavogur.is og isabellam@kopavogur.is /sími: 441 - 6603