Öskudagur er á morgun

Mikil spenna í barnahópnum enda búningadagur framundan, ásamt því að slá köttinn úr tunnunni, halda dansiball og setja á laggirnar pylsusjoppu en nokkurra ára hefð er fyrir því í Núpi. Munum eftir búningunum og hlökkum til að sýna ykkur myndir frá deginum.