Sólstöðuhátíð Núps og Dals

Sólstöðuhátíð Núps og Dals var haldin í gær í frábæru veðri. Við fórum í skrúðgöngu í undirgöngin sem liggja undir Fífuhvammsveginum og sungum þar saman og fyrir hvort annað. Síðan var sameinast í skrúðgöngu á leikskólalóð Núp þar sem leikhópurinn Vinir sýndi leikritið Ævintýri sem vakti stormandi lukku ungra sem eldri, lékum okkur saman og borðuðum grillaðar pylsur. Frábær dagur í alla staði.