Vegleg gjöf frá foreldrum meistaranna

Útskrift meistaranna var haldin hátíðleg hér í gær, 24.maí. Athöfnin gekk frábærlega og stóðu börnin sig einstaklega vel, sungu að innlifun og voru stolt af sjálfum sér. Við erum einnig afar stolt af þessum skemmtilega, skapandi og hlýja hópi sem kveður okkur í sumar.

Við útskriftarathöfnina barst okkur vegleg gjöf frá foreldrum meistaranna sem við erum afar þakklát fyrir.

Fengum við þráðlausa hátalara á allar deildar og í salinn auk þess sem haldin var stórveisla á kaffistofunni fyrir starfsfólkið okkar.

Við þökkum einstökum foreldrum og börnum fyrir þessar veglegu gjafir sem munu svo sannarlega koma að góðum notum hér í leikskólanum.

Enn og aftur kærar þakkir fyrir okkur og takk fyrir samveruna og samstarfið síðastlin ár.

Kærar kveðjur
Starfsfólk Núps.
Fréttamynd - Vegleg gjöf frá foreldrum meistaranna Fréttamynd - Vegleg gjöf frá foreldrum meistaranna

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn