Sumarlokun 2023

Leikskólanefnd Kópavogsbæjar leggur til að eftirleiðis verði sumarlokun leikskóla fjórar vikur. Frá hádegi á þriðjudegi í annarri viku júlímánaðar til hádegis á fimmtudegi í annarri viku ágústmánaðar.
Þetta eykur fyrirsjáanleika fyrir fjölskyldur og starfsfólk leikskóla. Foreldrar geta gengið að því vísu við upphaf hvers skólaárs. Þessi tími hefur undanfain ár ávalt orðið fyrir valinu í könnun meðal foreldra og starfsfólks.