Sólstöðuhátíð

Á hverju sumri höldum við Sólstöðuhátíð með vinum okkar í leikskólanum Dal.
Við hefjum daginn á skrúðgöngu og leggjum af stað kl 9:30. Við hittumst í undirgöngunum sem eru mitt á milli leikskólanna og syngjum saman nokkur sumarlög. Að söngnum loknum bjóðum við vinum okkar í heimsókn í garðinn okkar, grillum saman pylsur og njótum skemmtiatriða.