Tilkynning vegna breytingar á skólahaldi næstu fjórar vikur.

Meðfylgjandi tilkynning frá Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send til í foreldra í töluvpósti.
Í henni kemur fram að næsti mánudagur, 16.mars, verður skipulagsdagur í leik- og grunnskólum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hann munu skólar nýta til að undirbúa skólahald næstu fjórar vikur með tilliti til þeirra takmarkana sem hafa verið settar.