Gengið gegn einelti

Í dag fengum við góða heimsókn frá 10.bekk í Lindaskóla en þau komu til okkar og tóku þátt í starfinu með okkur í morgun. Kynntust börnunum, tóku þátt í leik, samveru- og söngstundum og unnu verkefni tengd vináttu. Virkilega skemmtilegt uppbrot á daglega starfinu okkar.