Sumarsnillikennsla og meistaradeildin

hún er með örlítið breyttu sniði en við erum óskaplega ánægð með hvernig hún hefur farið af stað
Meistaradeildin er ný hjá okkur í sumar, tilraunaverkefni með elstu börnin sem við munum svo meta, börn, starfsfólk og foreldrar.
Tilgangur Meistaradeildarinnar er að styrkja börnin enn frekar og auka sjálfstæði þeirra og ábyrgðarkennd. Við munum ferðast um borg og bý og kynnast ýmsum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu. Farið er tvær langar ferðir og eina stutta fram að vikunni sem við lokum. Ferðir verða ekki felldar niður vegna veðurs, enda er okkar mottó : það er ekki til neitt vont veður, bara rangur klæðnaður. Ferðirnar eru farnar um kl.10 en morguninn fer í undirbúning, m.a.að fara að hlaðborðinu á morgnana og skammta sér í nestisboxin sín það sem þau ætla að borða í hádeginu., fylla vatnsbrúsa og gera pokana sína tilbúna.

Sumarsnillikennsla hnokka ( næst elsta árgangs) er á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir hádegi og sjá Jóna Björg og Mína um þá skipulagningu. Áhersla verður lögð á ræktun og það að fræðast um náttúruna. Í síðustu settu börnin niður Karsafræ og bíða spennt eftir að sjá þau spíra, þau voru líka að skoða orma og allskyns pöddur úti í garði, mæla lengdina á ormunum og fleira skemmtilegt.

Sumarsnillikennsla yngri deilda er á miðvikudögum fyrir hádegi. Börnin eru í fjórum hópum þar sem lögð áhersla á styttri ferðir, æfa sig í að vera utan lóðar í minni hópum, farið á hreystivöllin og leiki / verkefni inni í garði.Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn