Skipulagsdagur í Núpi í gær

Í gær var skipulagsdagur í Núpi þar sem unnið var að ýmsum verkefnum. Við héldum mikilvægan starfsmannafund, fengum fyrirlestur frá Sólfríði Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi um heilsu og vellíðan, unnum með lífshjólið sem er KVAN-verkefnið okkar frá síðustu námsferð og unnum inni á deildum að starfinu næstu vikur.