Starfsmannamál

Nú er sumarstarfsfólkið okkar að kveðja eitt af öðru og við þökkum þeim öllum kærlega fyrir frábært sumar. Fyrr í ágúst byrjuðu hjá okkur þær Veronika og Hrafnhildur Eva í afleysingu og Thelma inni á Hvammi. í dag byrjar svo Andrea hjá okkur og verður hún starfsmaður á Þúfu. Við bjóðum þær allar velkomnar til starfa. Hrafnhildur starfsmaður á Þúfu mun svo kveðja okkur um mánaðarmótin og fara til annara starfa, þökkum henni góð kynni og óskum velfarnaðar á nýjum stað.