Sími 441-6600 

Matseðill

Matseðill


Kópavogsbær starfrækir eldhús í öllum sínum leikskólum þar sem matur er eldaður fyrir  leikskólabörnin. Foreldrar fylgjast vel með matnum sem er á boðstólum í leikskólanum hverju sinni og gera kröfur um að fæði barnanna sé gott, heilnæmt og án aukefna. Starfsfólk eldhúsa leggur sig fram um koma til móts við breyttar áherslur og ýmisskonar fæðuóþol og -ofnæmi. Hér má finna stefnu Kópavogs vegna fæðuofnæmis- og óþols.  
Ef þitt barn er með fæðuóþol eða fæðuofnæmi þarf að skila inn eyðublaði þar sem upplýsingar koma fram um af hvaða tagi ofnæmið/óþolið er.
Eyðublaðið má finna hér
Til að stuðla að góðu fæði og styðja við starfsmenn eldhúsa var ákveðið að ganga til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka. Matseðlarnir eru unnir af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi Skóla ehf. í takt við opinberar ráðleggingar um matarræði og næringarefni. Þar sem mismunandi næringarefni koma úr mismunandi matvælum er lögð áhersla á fjölbreytni í fæðuvali. Í anda lýðheilsustefnu Kópavogs verður lögð áhersla á að allur matur sé unnin frá grunni í eldhúsum leikskólanna sem auðveldar alla vinnu vegna ofnæmisfæðis. 

Hér má finna næringastefnu Leikskóla Kópavogs


 
  
Vikan  29.apríl - 3.maí          2019          Vika 1  Lokað miðvikudaginn 1.maí   
Vikan 11.mars - 15.mars     2019          Vika 2              
Vikan 18.mars - 22.mars     2019          Vika 3    
Vikan 25.mars - 29.mars     2019          Vika 4 
Vikan  1.apríl -  5.apríl         2019          Vika 5 
Vikan 8.apríl - 12.apríl         2019          Vika 6  
Vikan 15.apríl-17.apríl         2019          Vika 7    Dymbilvika: leikskólinn lokaður Skírdag og föstudaginn langa 
 
Vikan 23.apríl - 26.apríl       2019          Vika 8    Lokað mánudag, annan í páskum og fimmtud. sumardagurinn fyrsti.

                                                                               

Hér má finna niðurstöður úr úttekt frá Sýni ehf. sem gerð var í febrúar 2018 en öll skólaeldhús í Kópavogi fóru í úttekt á vegum þeirra

Þetta vefsvæði byggir á Eplica