Leikskólinn Núpur var opnaður 4. janúar 2000. Leikskólinn dregur nafn sitt af nafni götunnar sem hann stendur við.

Í leikskólanum Núpi eru 5 deildir:

Höfði og Brekka fyrir 4 og 5 ára börn
Hvammur og Þúfa fyrir 2 og 3 ára börn
Lundur fyrir 18 mánaða börn.

Í leikskólanum geta dvalist 99 börn.

 

 

https://vimeo.com/343263757

Einkunnarorð leikskólans, sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði, fela í sér stefnu leikskólans:

Sjálfstæði

Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir sjálfstæði að vera óháður öðrum.
Við viljum að:

  • barnið verði sjálfstæður einstaklingur sem þekkir sín takmörk í samskiptum við aðra og finni möguleika sína til þróunar andlega og líkamlega
  • leikskólinn skapi þær aðstæður að barnið geti sem mest valið sjálft þau viðfangsefni sem það vill fást við
  • leikskólakennarinn hjálpi barninu til sjálfshjálpar þannig að það öðlist sjálfstæði
  • börnin læri að takast á við ágreining á uppbyggjandi hátt þannig að allir verði sáttir


  Sköpun


Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir sköpun að skapa, búa til.

Við viljum að:

  • barnið verði skapandi og frjór einstaklingur sem sér möguleikana og telur að hindranir séu til að sigrast á
  • leikskólinn skapi þær aðstæður að barnið fái notið sköpunargleði sinnar
  • leikskólakennarinn styðji og styrki sjálfstæða sköpun barnsins þannig að það geti skapað á eigin forsendum í samvinnu og samskiptum við aðra
  • umhverfið ýti undir og gefi tækifæri á skapandi hugsun og auknu hugmyndaflugi

Samvinna

samkvæmt íslenskri orðabók þýðir samvinna samstarf þar sem menn vinna saman og hjálpa hver öðrum.

Við viljum að:

  • börnin læri að vinna saman á jafnréttisgrunni
  • barnið í öðlist betri sjálfsþekkingu gegnum samvinnu
  • samskipti í leikskólanum miðist við samvinnu og samhjálp
  • leikskólakennarinn hjálpi börnunum að vinna saman og eiga góð samskipti
  • leikskólakennararnir verði börnunum góð fyrirmynd í samvinnu og samskiptum
  • umhverfið í leikskólanum verði hvetjandi til samvinnu og samhjálpar

Gleði

Samkvæmt íslenskri orðabók þýðir gleði ánægja, gott skap, teiti.

Við viljum að:

  • leikskólastarfið verði gleðiríkt þannig að börnin njóti leikskóladvalar sinnar
  • leikskólakennarinn stuðli að því að viðhalda gleði barnsins í sköpun og leik
  • leikskólinn stuðli að aukinni gleði í leik og starfi þannig að barnið læri að þekkja sjálft sig með glöðum og ánægðum hug
  • gleðin í því sem barnið er að takast á við skipti meira máli en útkoman
  • barnið verði sjálfstæður einstaklingur sem þekkir sín takmörk í samskiptum við aðra og finni möguleika sína til þróunar andlega og líkamlega
  • leikskólinn skapi þær aðstæður að barnið geti sem mest valið sjálft þau viðfangsefni sem það vill fást við
  • leikskólakennarinn hjálpi barninu til sjálfshjálpar þannig að það öðlist sjálfstæði
  • börnin læri að takast á við ágreining á uppbyggjandi hátt þannig að allir verði sáttir