Afmæli í leikskólanum
Afmælisdagur er stór dagur fyrir hvert barn. Á Núpi eru afmæli barnanna haldin hátíðleg inni á deildum þar sem börnin gera sér kórónu, afmælissöngurinn sunginn, íslenski fáninn er settur á borðið þeirra í hádeginu og mynd af þeim fer á hurðina inn á deild. Afmælisbarni dagsins á yngri gangi er boðið að koma með bók að heiman eða velja bók/loðtöflusögu sem er lesin í samverunni fyrir mat og afmælisbarni dagsins á eldri gangi velur bók fyrir bókabíó.
Öll börn fá svo að velja sér fallegt afmælismatarstell til að borða af í hádeginu og dagurinn er gerður þeim minnisstæður.
Afmælisboð
Þeir foreldrar sem kjósa að bjóða börnum úr leikskólanum í afmæli barna sinna geta fengið símanúmera og netfangalista hjá deildarstjórum. Boðsbréf eiga ekki að koma í leikskólann.
Hafið í huga að enginn verði útundan þegar boðið er í afmæli, öll börn í árgangi barnsins eða allir strákar í árgangi eða allar stelpur í árgangi