Veikindi og fjarvistir barna

Fjarvistir barna

Vinsamlegast tilkynnið sem fyrst ef barn er fjarverandi t.d. vegna veikinda eða fría í síma 441-6600, í gegnum Völu appið eða á netfangið nupur@kopavogur.is

Veikindi barna

Leikskólinn er ætlaður full frískum börnum og gert er ráð fyrir að þau taki þátt í öllu starfi bæði úti og inni. Þess vegna getum við ekki tekið á móti veiku barni. Börn sem eru veik eiga að vera í rólegheitum heima þar til þau eru frísk og geta tekið virkan þátt í öllu starfi leikskólans. Ef barn fær smitandi sjúkdóm á það að vera heima þar smithætta er liðin hjá.

Foreldrar verða að sækja veik börn í leikskólann svo að veika barnið komist í rólegt umhverfi og til að minnka hættu á að önnur börn og starfsmenn smitist.

Leikskólabörn þurfa að vera það hress að þau geti tekið fullan þátt í leik og starfi. Við getum ekki komið til móts við beiðnir um fyrirbyggjandi inniveru þar sem það stangast á við stefnu leikskólans um útiveru barna.

Það er ekki hægt að koma í veg fyrir veikindi með því að vera inni. Útivera er hluti af starfsemi leikskólans og börnum mjög mikilvæg. Við stefnum að því að hvert barn fari út hið minnsta einu sinni á dag og útiveru er ekki sleppt nema í algjörum undantekningartilfellum. Þau börn sem eru inni allan daginn eru í sama loftinu allan tímann og ná ekki að hreinsa lungun, styrkja sig og efla.