Um foreldrafélagið

Markmið foreldrafélagsins er að sinna hagsmunum barna í leikskólanum, styrkja uppbyggingu og starf og stendur það fyrir ýmsum uppákomum í samstarfi við leikskólastjóra og starfsmenn.

Stjórn foreldrafélagsins er samansett af foreldrum sem bjóða sig fram í sjálfboðavinnu ásamt einum starfsmanni leikskólans. Ný stjórn er kosin á aðalfundi árlega. Stjórnin skipuleggur starfið á fundum og í gegnum lokaða facebook-síðu foreldrafélagsins..

Foreldrafélagið gefur út rafræn fréttabréf tvisvar sinnum á ári. Hægt er að hafa samband við stjórn foreldrafélagsins á netfangið foreldrafelagnups@gmail.com

Lög foreldrafélagsins

Ferða/skemmtisjóður
Foreldrafélagið er með sjóð sem ætlaður er til ráðstöfunar í þágu barna leikskólans eftir ákvörðun stjórnar foreldrafélagsins. Á aðalfundi foreldrafélagsins er farið yfir ársreikninga og árgjald foreldrafélagsins ákveðið.Stjórn félagsins veturinn 2019-2020

Halldóra Brynjólfsdóttir, formaður
Kristín Fanney Þorgrímsdóttir, gjaldkeri
Auður Böðvarsdóttir, ritari
Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir, meðstjórnandi
Ester Ósk Gunnarsdóttir, meðstjórnandi
Magðalena Sigríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Tinna Finnsdóttir, meðstjórnandi
 Engilráð Ósk Einarsdóttir, varamaður

 Þessir fulltrúar voru kosnir á aðalfundi félagsins 2. október 2019
    Fulltrúi kennara er Áslaug Pálsdóttir
    Skoðunarmaður reikninga er Þórhalla Rein Aðalgeirsdóttir

 

 Fundargerðir 2019-2020 Fréttabréf 
 Aðalfundur  Október 
Fréttabréf haust 2019.pdf
 Fundargerðir 2018-2019Fréttabréf vor 2019
 Aðalfundur Október  Nóvember Janúar
Fréttabréf haust 2018.pdf