Hér í Núpi eru ýmsar skimanir og athuganir notaðar í daglegu starfi til þess að fylgjast með þroska barnanna. Sérstök áhersla er lögð á málþroska og því höfum við lagt fyrir tvær mismunandi málþroskaskimanir fyrir öll börn skólans. EFI-2 fyrir börn á fjóðra aldursári og Hljóm-2 fyrir börn á fimmta aldursári.
Einnig er TRAS skráningarlistinn notaður til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna notaður.
Einnig eru aðrar skimanir notaðar ef svo ber undir þá ber helst að nefna Orðaskil.
Orðaskil
Orðaskil-málþroskapróf byggir á orðaforðagátlista fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til þriggja ára. Prófinu er ætlað að mæla orðaforða barnanna svo og hvort þau hafa náð valdi á beygingarkerfi og setningagerð málsins. Aldursviðmið fylgja prófinu, en með samanburði við þau er skorið úr um hvort málþroski barna mælist innan eðlilegra marka miðað við jafnaldra.
Höfundur er Elín Þöll Þórðardóttir, talmeinafræðingur.
Frekari upplýsingar veitir sérkennslustjóri.
EFI-2 - Nánari kynning á EFI-2 skimun
EFI-2 er málþroskaskimun fyrir börn á fjórða ári. Barn og kennari eiga rólega stund og skoða saman myndabók. Svör barnsins gefa vísbendinu um hvar það er satt í málþroskaferlinu. Þessi skimun kannar málskilning og tjáningarfærni barnsins og tilgangurinn er að finna þau börn sem þurfa á auka málörvun að halda.
EFI-2 er eftir Elmar Þórðarson, Friðrík Rúnar Guðmundsson og Ingibjörgu Símonardóttir en þau eru öll talmeinafræðingar.
Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra.
Frekari upplýsingar veitir sérkennslustjóri.
HLJÓM - 2 - Nánari kynning á HLJÓM-2
Hljóm-2 er skimun á hljóðkerfis- og málvitund barna á elsta ári í leikskóla.
Niðurstöður úr Hljóm-2 geta sagt til um hvaða börn geta verið í áhættu fyrir lestrarörðugleika síðar meir. Niðurstöðurnar hjálpa okkur að vinna með og örva málþroska barna í leikskóla og heima og undirbúa þau fyrir lestrarnám.
Hljóm -2 er eftir Ingibjörgu Símonardóttur, Jóhönnu Einarsdóttur og Amalíu Björnsdóttur
Ef niðurstöður/útkoma gefur til kynna einhver frávik í málþroska barnsins verður haft samband við foreldra.
Frekari upplýsingar veita sérkennslustjóri.