Í Núpi er fjölbreyttur hópur nemenda og kennara og í vetur, 2023-2024 eru 15 börn af erlendum uppruna, frá 9 mismunandi löndum.
Hér er hefð fyrir því að halda þjóðardaga viðkomandi landa í tengsslum við þjóðahátíðardag hvers lands. Börnin sýnum myndir frá viðkomandi landi, segjum frá sérkennum, stundum hefur verið leikin tónlist, sungið lag eða allt eftir því efni sem við höfum. Stundum hafa foreldrar sent okkur myndir eða efni frá viðkomandi landi eða jafnvel haldið fyrir okkur stutta kynningu.
Þetta eru mjög fróðlegar og skemmtilegar stundir sem efla samkennd okkar í leikskólanum og að borin sé virðing fyrir öllum.
Fræðsla um tvítyngi
Vefur fyrir leikskóla og foreldra með stuðningsefni fyrir tvítyngd börn: