Leikskólinn er fyrir öll börn á leikskólaaldri, þar eru börn með mismunandi atgervi og frá ólíkum menningarheimum. Í leikskólanum er það talið ávinningur fyrir börn að eiga þar fjölbreytt samfélag. Leitast er við að hvert einstakt barn fái viðfangsefni við sitt hæfi. Sérkennslan vinnur eins og allur leikskólinn eftir Howard Gardner og þar er unnið með hópa og einstaklingskennslu út frá sterkum greindum barnsins til að styrkja aðrar greindir.

Sunna Einarsdóttir er sérkennslustjóri. Hún heldur utan um alla sérkennslu skólans.

Börn með fötlun og börn með frávik í þroska fá sérkennslu samkvæmt reglum sem sveitarfélagið setur þar um. Sérkennslan fer fram inn á deild en einnig er unnið með börnin í litlum hópum og einstaklingskennslu utan deildar.

Markmið með sérkennslu eru að:

  • Styðja barnið þannig að það geti notið leikskóladvalar sinnar.
  • Skapa aðstöðu til að barnið geti þroskast sem best á eigin forsendum.

Ef grunur leikur á að barn þarfnist sérkennslu er fylgst sérstaklega með því og í framhaldi af því eru gerðar ráðstafanir sem hægt er að gera innan ramma leikskólastarfsins. Ef ástæða þykir til frekari aðgerða eru, í samráði við foreldra barnsins, kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar til frekari ráðgjafar.