Snillikennsla

Snillikennsla er okkar heiti yfir hópastarf. Í snillikennslu vinnum við ýmis verkefni í litlum hópum. Börnunum er skipt á mismunandi svæði leikskólans og vinna mismunandi verkefni.

  • Í listaskála er lögð áhersla á sköpun af ýmsum toga sem þýðir að við leggjum mesta áherslu á rýmisgreindina þar.
  • Í hreyfisal vinnum við mest með grófhreyfingar og þar af leiðandi er það líkams og hreyfigreindin sem er í forgrunni.
  • Á heimastofum notum við meðal annars könnunaraðferð og könnunarleik. Þar er mikið unnið með málgreind, rök- og stærðfræðigreind, umhverfisgreind og tónlistargreind.

Við vinnum með sjálfsþekkingargreindina og samskiptagreindina á öllum svæðunum í öllu starfi skólans og þær eru mikið nýttar í snillikennslunni.