Meistarar er okkar heiti á elsta árgangi skólans. Þau eru meistarar í leikskólagöngu, hafa mikla reynslu og mikla þekkingu á því hvernig er að vera í leikskóla. Meistararnir setjast niður með kennurum sínum eftir hádegi tvisvar í viku og vinna ýmis verkefni sem gerir þau enn færari í því að vera leikskólabarn. Verkefnin eru meðal annars fínhreyfiæfingar sem hjálpa þeim að hafa vald á skriffærum og félagsfærni æfingar sem hjálpa þeim að vinna í hóp og fara eftir fyrirmælum. Börnin vinna öll verkefni á sínum forsendum.