Fimm hollráð til foreldra
- Sýndu barninu þínu stuðning í að umgangast sem flest börn í leikskólanum.
- Talaðu aldrei illa um önnur börn í leikskólanum, foreldra þeirra né starfsmenn leikskólans.
- Komdu á sameiginlegum hefðum í leikskólanum varðandi afmælisdaga barnanna.
- Hvettu barnið þitt til þess að segja frá og til þess að styðja félaga sína og verja.
- Hlustaðu á aðra foreldra af jákvæðni þegar þeir tala um vandamál barna sinna.