Stefna Kópavogs um mál og læsi

Vorið 2015 skrifuðu bæjarstjóri Kópavogs, menntamálaráðherra og fulltrúi foreldra í Kópavogi undir þjóðarsáttmála um læsi, þar sem menntamálayfirvöld og sveitarfélagið einsetja sér að bæta læsi barna í Kópavogi. Síðan þá hefur hópur innan bæjarins unnið að nýrri læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla Kópavogs. Læsisstefnan (drög) voru send heim til allra foreldra í Núpi í tölvupósti og er nú komin hér í endanlegri mynd. í stefnunni er framkvæmdaráætlun 2016-2018 en  þar koma fram helstu þættir stefnunnar sem vinna þarf að svo hún nái fram að ganga. Við hvetjum alla foreldra að kynna sér hana.

Stefnu Kópavogs um mál og lestur er að finna á leikskólasíðu Kópavogsbæjar.

Þróunarverkefni leikskóla Kópavogs 2016-2017

Leikskólinn Núpur hefur veturinn 2016-2017 verið þátttakandi í þróunarverkefni um mál og lestur og heitir verkefnið "Læsi er meira en stafastaut.  Markmið okkar með þátttöku í verkefninu var að nýta þróunarverkefnið til að vinna með þá þætti sem tilteknir eru  í framstíðarsýn „Stefnu Kópavogs um mál og lestur“ og flétta þá inn í okkar starf. Lögð var áhersla á að auka gæði samveru-og sögustunda með fjölbreyttum leiðum s.s. tjáningu, orðaforða, myndum og ritmáli og aukinni samvinnu við foreldra og stofnanir.

Hér má finna kynningarmyndband frá okkar vinnu í Núpi.

Lokaskýrsla

Snemmtæk íhlutun í leikskólum Kópavogs

Þróunarverkefni með sérstaka áherslu á málþroska og undirbúning fyrir lestur

Haustið 2017 fór af stað þróunarverkefni á vegum Kópavogs og þátttakendur voru fyrst fjóri leikskólar í Kópavogi, Álfaheiði, Sólhvörf, Núpur og Arnarsmári  en síðar bættust við aðrir sex, Rjúpnahæð, Grænatún, Fífusalir, Urðarhóll, Kópahvoll og Marbakki. Verkefnastjóri er  Ásthildur B. Snorradóttir talmeinafræðingur og tengiliðir í Núpi eru Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Sunna Einarsdóttir sérkennslustjóri.

Unnið var eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun með áherslu á hámarksárangur allra nemenda hvað varðar málþroska og læsi. Meðal þess sem unnið er að,  er Handbók leikskóla sem m.a. inniheldur verkferla sem snúa að einstaklingsáætlunum, samstarfi við heilsugæslu,  íhlutun í málörvun og læsi, móttökuáætlanir fyrir eintyngd/tvítyngd börn, samstarf við foreldra, skráningar á mati og fleira með fjölbreyttum leiðum. Þróunarverkefnið tók alls þrjú ár og var kynnt 19.nóvember 2020

        ***   Handbók Núpur-snemmtæk íhlutun

Læsisráð Menntamálastofnunar (íslenska)
Læsisráð Menntamálastofnunar (enska)

Gæðalestur með börnum - upplýsingar fyrir foreldra

Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ hefur verið mjög ötul í rannsóknum á þessu sviði og m.a. kemur fram í rannsóknum hennar og hennar samstarfsfólks að leikskólaárin gegna lykilhlutverki í þroska barna og þættir eins og orðaforði, málfræði, frásagnarhæfni og hlustunarskilningur leggur grunn að læsi og námsárangri síðar

Gæðalestur með börnum:

  • Vanda val þeirra bóka sem eru lesnar. Þær verða að vera áhugaverðar og reyna örlítið á börnin sem hlusta.
  • Það hjálpar að lesa með túlkun og tilfinningu og skapa notalegt andrúmsloft þegar lesið er.
  • Staldra við orð sem eru ný og áhugaverð, þó ekki of mörg í einu.
  • Eiga samræður um orðin og söguna, hvaða gildi hafa orðin í sögunni.
  • Það er mjög gott að lesa fyrir börnin sömu bókina nokkrum sinnum til þess að orðin sem þar koma fram festist í orðaforða þeirra.
  • Hægt að einblína á sömu orðin aftur og aftur við endurtekinn lestur og svo koma oft ný og áhugaverð orð í ljós.
  • Finna orðin í umhverfinu og nota þau daglegu lífi því reynsla er börnunum mikilvæg og þau þjálfast í að nota orðin í samhengi.