Upplýsingar fyrir foreldra

Í tilefni af degi leikskólans 6. febrúar og þróunarverkefnis leikskólans „læsi er meira en stafa staut“ verður farið af stað með lestrarátak í Núpi. Það hefst mánudaginn 6. febrúar og stendur til 3. mars. Tilgangur átaksins er að auka bóklestur heima og í leikskólanum enda sýna rannsóknir að gæðalestur með börnum stuðlar að auknum orðaforða, hlustunarskilningi og styður við framfarir í málþroska. Hugmyndin er að  foreldrar lesi bækur heima með börnum og börnin fái svo tækifæri til að segja frá bókinni í samverustund. Athygli er vakin á mikilvægi  þess að erlendir foreldrar lesi á eigin móðurmáli og foreldrar tvítyngdra barna lesi á báðum tungumálunum.

Í leikskólanum verður útbúin bókalest, ein á eldri gangi, ein á yngri gangi og ein inni á Lundi. Þær munu hanga uppi  á ganginum fyrir framan deildarnar og svo  ein inni á Lundi. Hugmyndin er að börnin bæti við lestina „vögnum“ sem á er skráð hvaða bók þau lásu heima með foreldrum, hvort sem bókin er fengin að láni hér eða er úr eigin bókasafni og fái svo tækifæri til að segja hinum börnunum frá í samverustundum. Þannig fá þau möguleika á að æfa frásagnir og sem eru ásamt upprifjun á lesnu efni mjög mikilvægur hlekkur í undirbúningi fyrir lestrarnám. Við munum fá bókakassa lánaða frá Bókasafni Kópavogs sem verða hér í leikskólanum. Úr þeim geta börn og foreldrar sótt sér bækur og fengið lánað heim til að eiga möguleika á vönduðu og fjölbreyttara  lesefni sem er mögulega nýtt og spennandi.

Þið skráið bækurnar sem þið fáið á skráningarblað við bókakassana og þið skilið þeim  til starfsfólks deilda sem kvittar fyrir mótttöku bókanna. 

Fyrir ári síðan fórum við í okkar fyrsta lestrarátak og voru lesnar samtals 244 bækur sem þykir bara nokkuð gott. Eins og sönnu keppnisfólki viljum við bæta metið og stefnum á að lesa enn fleiri bækur í ár.

Í ljósi reyslu lestrarátaks síðasta árs með að innheimta bækur úr útláni viljum við hafa þann háttinn á við bókaskil að starfsfólk deilda takið við bókunum og skrái þær út, að öðrum kosti telst bókinni ekki skilað og er á ykkar ábyrgð.

Punktar til glöggvunar og stuðnings:

Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið HÍ hefur verið mjög ötul í rannsóknum á þessu sviði og m.a. kemur fram í rannsóknum hennar og hennar samstarfsfólks að leikskólaárin gegna lykilhlutverki í þroska barna og þættir eins og orðaforði, málfræði, frásagnarhæfni og hlustunarskilningur leggur grunn að læsi og námsárangri síðar

Gæðalestur með börnum:

  • Vanda val þeirra bóka sem eru lesnar. Þær verða að vera áhugaverðar og reyna örlítið á börnin sem hlusta. Það hjálpar að lesa með túlkun og tilfinningu og skapa notalegt andrúmsloft þegar lesið er.
  • Staldra við orð sem eru ný og áhugaverð, þó ekki of mörg í einu.
  • Eiga samræður um orðin og söguna, hvaða gildi hafa orðin í sögunni.
  • Það er mjög gott að lesa fyrir börnin sömu bókina nokkrum sinnum til þess að orðin sem þar koma fram festist í orðaforða þeirra.
  • Hægt að einblína á sömu orðin aftur og aftur við endurtekinn lestur og svo koma oft ný og áhugaverð orð í ljós.
  • Finna orðin í umhverfinu og nota þau daglegu lífi því reynsla er börnunum mikilvæg og þau þjálfast í að nota orðin í samhengi.