Meistarar er okkar heiti á elsta árgangi skólans. Þau eru meistarar í leikskólagöngu, hafa mikla reynslu og mikla þekkingu á því hvernig er að vera í leikskóla. Meistararnir setjast niður með kennurum sínum í hverri viku og vinna ýmis verkefni sem gerir þau enn færari í því að vera leikskólabarn. Verkefnin eru meðal annars fínhreyfiæfingar sem hjálpa þeim að hafa vald á skriffærum og félagsfærni æfingar sem hjálpa þeim að vinna í hóp og fara eftir fyrirmælum. Börnin vinna öll verkefni á sínum forsendum. Núpur hefur aðgang að rými í Lindaskóla einu sinni í viku sem við nýtum okkur fyrir hópinn. 

Lindaskóli býður í nokkrar heimsóknir á hverjum vetri sem miða að því að börnin kynnist skólalóðinni, húsnæðinu, íþróttahúsinu og kennslustofum. Boðið er í íþróttatíma, hádegismat, samstund, útikennslu og kennslustund en einnig kemur hópur frá Lindaskóla í heimsókn til okkar,

 

Meistaradeildin: 

Elstu börnin af Brekku og Höfða sameinast í eina deild, Meistaradeild að vori á sínu síðasta leikskólaári.
 Hún starfar frá í byrjun júní fram að sumarlokun skólans. Deildin er útideild og fara börnin í lengri og styttri ferðir 3x í viku. 

Í lengri ferðum eru þau úti frá morgni fram að kaffi en í þeim styttri eru ferðir um nærsamfélagið og eru þau þá kominn aftur í hús í hádegismat. Fyrir lengir ferðir skammta börnin sér
 sjálf hádegismat í nestisbox af hlaðborði og setja vatn á brúsa. Nestið og létt aukaföt bera þau sjálf í
 bakpokum sem leikskólinn á. 

Tilgangur deildarinnar er að styrkja börnin enn frekar og auka sjálfstæði þeirra og ábyrgðarkennd.